"You did not just say 'what' to me young lady"
Ég var aldeilis siðuð til rétt í þessu. Var að taka subway og kortið mitt var með vesen, svo ég talaði við afgreiðslukonu á stöðinni. Hún var eiginlega alveg eins og Donna í Parks and Rec (ef þið horfið á þá brilliant þætti) og var að útskýra eitthvað fyrir mér. Ég heyrði ekki alveg síðasta orðið svo ég sagði "what?" og þá ta-rylltist hún. "You did not just say 'what' to me young lady" með svona divu-handahreyfingum og ALLT. Ég varð skíthrædd og var alveg "Oh I'm sorry, I meant pardon"
En skvís var ekki ánægð með mig, hreytti í mig að hún ætlaði að opna hliðið fyrir mig og sagði mér að hurry up.
Ég mun aldrei segja what aftur. #takkDonna
Comments
Post a Comment