Sam Smith


Áður en ég fór út komu elsku bestu vinkonur mínar mér á óvart með miða á Sam Smith tónleika hér á Manhattan í Hammerstein Ballroom. 

Tófurnar mínar

Tónleikarnir voru stórkostlegir. Vá. Þessi maður söng hverja einustu nótu svo fullkomlega og af svo mikilli innlifun að ég er ennþá að jafna mig.

Það var líka eitthvað svo stórkostlega magnað við að vera á tónleikum og heyra "New York Cityyyyyy!!!"


Hljómsveitin Broods frá Nýja Sjálandi hitaði upp. Mæli með að þið tékkið á henni, þau eru mjög svöl



Stelpurnar hugsuðu vel um sína og settu mig á fremsta bekk upp á svölunum


Var sem sagt ein á tónleikunum. Var fyrst pínu smeyk við það en mér fannst það gera kvöldið ennþá betra. Hausinn fer á svo mikið flakk þegar maður er svona einn- svo var líka bara geðveikt gaman að vera ein að dansa og gráta til skiptis og öööllum var sama hvernig ég var (ég er alltaf að tala um hvað ég græt mikið, mér líður samt alveg vel sko)



Beint fyrir aftan mig voru einhverjir svona Williamsburg hipsterar sem reyktu svooo mikið gras. Ég er ekki frá því að ég hafi verið hálffreðin eftir kvöldið



Ég þoli ekki týpurnar sem horfa á alla tónleikana í gegnum símann svo ég tók eiginlega ekkert upp. Fannst þó must að taka video af fullkomnasta laginu hans.


Svo náttúrulega hefur aldrei neitt cover verið jafn fullkomið eins og þegar hann tekur How Will I Know með frú Houston. En svo tók ég ekki meir! Þetta er allt á Youtube hvort eð er



OHH og hann var svo dásamlegur. Sagði reglulega sögur af lögunum, sagði t.d. frá því þegar kærastinn hans hætti með honum og þá var I've Told You Now fyrsta lagið sem hann samdi eftir það. 

Svo var hann með þetta klassíska "Thanks for making my dreams come true" en ég féll samt gjörsamlega fyrir því. Hann fór alveg smá að gráta (mögulega fake, ég veit ekki) en ég féll samt líka fyrir því og grét bara meira með honum.

Í dag var akkúrat vika síðan ég flutti út og ég hefði ekki getað haldið upp á það á betri og væmnari hátt. Takk fyrir mig elsku stelpur og takk Sam!









Comments

Popular posts from this blog

Rottur

Virkir í athugasemdum