Orientation week

Þessi vika er öll búin að vera bara svona 'orientation week' sem er búið að vera mjög nice. 

Sumt er alveg frekar langdregið, eins og fyrirlestrarnir um hvernig er ætlast til að við högum okkur (ekki drekka, reykja, dópa eða drepa einhvern) en annað var mjög áhugavert, eins og safety training. Þar lærðum við alls konar trix til að verða ekki myrt í þessari borg, og fengum upplýsingar um hvar væri best að kaupa pepper spray.
Mitt verður klárlega svona bleikt og krúttað

Í gær fórum við í 'Broadway tour' þar sem við vorum leidd í gegnum leikhúshverfið og lærðum alls konar fun facts um leikhúsin og sýningarnar. Vissuði btw að Spiderman sýningin er bara eitt mesta flopp Broadway sögunnar? Það kostaði $75 milljónir að framleiða hana (Wicked, ein vinsælasta sýningin núna, kostaði $13 millz) og þótt þeir sýndu í 3 ár komu þeir út í $65 milljóna tapi. 

Ohh það sem ég hlakka til að fara á allar þessar sýningar...

Svo í dag var svona Q&A með fyrrverandi nemendum úr skólanum. Ég var alveg pínu að vonast til þess að Robert Redford, Danny Devito eða Kim Cattrall myndu koma eeen þau voru upptekin. 

Í staðinn komu samt fjórir leikarar sem eru frekar nýlega útskrifaðir en allir með vinnu sem leikarar. Ein þeirra var Maria úr Orange is the New Black!

Ólétta chican vinstra meginn

Svo var einn sem heitir Joel Brady sem lék í nokkrum þáttum af Boardwalk Empire. Annar (man ekki nafnið) er að leika í Mowtown the Musical á Broadway, sem er sjúúkt. 

Það var mjög áhugavert að tala við þau og heyra þau tala um reynslu sína eftir útskrift. Markmiðið er að vera einn daginn beðin um að koma sjálf og sitja fyrir spurningum um mín verkefni 8-)

Comments

Popular posts from this blog

Rottur

Virkir í athugasemdum