The city so nice they named it twice


Þá er ég komin til New York. Ég veit ekki hvað ég er að gera. Ég er búin að gráta stansalaust síðustu daga því mér finnst ég vera gjörsamlega geðsjúk að vera að fara frá öllum vinum mínum, og yfirgefa það fullkomna heimili sem Hótel Mamma er.

Eeen næstu dagar verða spennandi. Ég flyt inn í heimavistina á sunnudaginn og svo hefst skólinn á mánudaginn.

Hér eru nokkrar myndir frá síðustu dögum:

Snillingurinn Thelma (www.freistingarthelmu.blogspot.com) gaf mér trilljón svona óendanlega krúttaðar bollakökur í kveðjupartýið mitt

Stelpurnar og Óli

Myndarlegustu vinir mínir

Dancerz

Mjásur

Mjásar

Vigdís partýlegend ársins kom með jelloshots

Helluð 
Edrú

<3

Besties

Nína Kristín eðalkrútt sem ég hef fengið að vera aðstoðarkona hjá síðustu fjögur árin. Sætust!

Við Sólrún frænka kynntum ömmu svo fyrir Gló. Hún skildi ekkert í þessu

Besta manneskja í heimi var trítuð í paranudd og Sushi samba <3

Sigrún fyrrverandi samstarfskona mín á Jónsson& Le'macks, er mesta legend í heimi og bað manninn sinn, sem er flugmaður hjá Icelandair, að panta að fljúga með mig út. Fékk þá þennan dásamlega félagsskap í fluginu!




Þar að auki fékk ég að sitja hjá flugmönnunum í flugtaki og lendingu og fékk að skoða betur hvernig þessi pyntingartæki virka og grét bara eiginlega ekki neitt! #proud


Ég er svo ótrúlega heppin að eiga frænku hér í New York, hana Birnu Önnu, sem ég fæ að gista hjá fyrstu næturnar. Gagga frænka er akkúrat í heimsókn hjá henni svo við fórum í göngutúr í Central Park í fullkomna veðrinu

Er mjög spennt fyrir næstu dögum, með dass af stressi. Bið að heilsa heim!


Comments

Popular posts from this blog

Rottur

Virkir í athugasemdum