Egg-doctor
Það er almennt gaman að vera Íslendingur í útlöndum. Fólki finnst það geðveikt klárt ef það veit að "Iceland is green and Greenland is ice" og þeir allra hörðustu ná að nefna 2-3 lög með Björk eða Sigur Rós ("I like love how they sound like elves").
Ég tek almennt þátt í þessum umræðum, segi að jú, ég sé að sjálfsögðu víkingur sem á nokkra ísbirni heima og jújú, ég sé auðvitað gift frænda mínum, hohoho.
En það versta við að vera Íslendingur (og þetta á alls ekki við um alla því sumir foreldrar elska börnin sín) er að vera skírður nafni sem enginn, ekki einu sinni skandinavíska fólkið í skólanum, getur borið fram.
Unnur. Það er varla hægt að finna erfiðara nafn fyrir Bandaríkjamenn. Önnörh? Únnerrh? Unnushsh?
Svo vitiði hvað? Ég heiti ekki Unnur lengur. Neinei. Nú er það Unna. Ú-nna. Yes. Það er það skásta sem fólkið hérna getur kallað mig.
Svo spurði einhver hvort Eggertsdóttir þýddi egg-doctor.
Takk mamma og pabbi.
Kveðja Unna
Svo spurði einhver hvort Eggertsdóttir þýddi egg-doctor.
Takk mamma og pabbi.
Kveðja Unna
En hugsaðu þér elsku Únna mín hvað þú hefur uppskorið mikla athygli og skemmtilegar samræður í kringum nafnið þitt :-) Ekki gleyma því. Hins vegar hefðum við ef til vill valið alþjóðlegra nafn á þig elskuleg hefðum við séð fyrir þetta blessaða veraldarflakk. Egg-doctor!!! Love it!
ReplyDelete