118 Madison Avenue

Flutti inn í heimavistina í dag. Fékk nett sjokk þegar ég sá herbergið sem ég mun búa í næstu mánuði. Ég vissi auðvitað að það væri lítið, en það er alveg lííítið. Samt alveg krúttað, með útsýni yfir Madison Avenue og Empire State. Gleymdi að taka myndir í dag og Karen herbergisfélagi er sofnuð svo ég tek á morgun :) Svo erum við með rooftop terrace sem ég er mjög spennt að sjá!






Heimavistin er á 118 Madison Avenue (skólinn sjálfur er á 120 svo það er mjöög nice), svo þetta flokkast sem Midtown Manhattan. Þetta er bara rétt hjá Times Square svo ég rölti yfir í dag þar sem ég hafði aldrei séð þann trylling áður (alvöru New York búar láta samt ekki sjá sig á því túristasýktu torgi)






Það hafa alveg verið teknar flottari myndir af Times Square. Ég gleymdi að taka fleiri þegar ég var komin nær, var bara slefandi af undrun.



.........


Ugh túristar. 

Comments

Popular posts from this blog

Rottur

Virkir í athugasemdum