Central Park



Uppfyllti gamlan draum í morgun og fór út að hlaupa í Central Park.







Hljóp bara í einhverja hringi þangað til ég týndist. Sat svo heillengi á þessum bekk og átti dramatískt 'shitégerflutttilnewyork' móment.

 Fékk svo einhverja konu til að taka mynd af mér og hún spurði hvort ég hefði verið að hlaupa í 'The Manhattan 15k' og í einhverju panikki laug ég að henni að jú, ég hefði einmitt verið að hlaupa í því og jújú, ég gerði mér fulla grein fyrir því hvað ég væri sjúklega dugleg. Svona má samt víst alveg í New York


 Hitti svo þetta krútt sem er samt örugglega með svona 5 gerðir af rabies


Held að þetta hafi verið hlaupið sem konan var að tala um, mér fannst eitthvað svo æðislegt að hoppa inn og hlaupa með þeim en þá var í einhver gæi í gulu vesti alveg "Hey Miss, you don't have a number get out of here" svo ég þurfti að fara.

Þetta var í heildinni alveg bara mjög ánægjuleg reynsla. Næsti draumur er að vera í einhverjum svona 'hlaupahóp' eins og Miranda var í 



Comments

Popular posts from this blog

Rottur

Virkir í athugasemdum