Helgin var algjör snilld- maður er að kynnast krökkunum betur og betur og flestir hérna eru æðislegir. Eina sem fer í taugarnar á mér eru týpurnar sem eru að koma hingað beint úr High School. Það lið er náttúrulega bara 18 ára og er bara að springa úr æsingi og gólandi á göngunum um hvað það er SO EXCITED TO MEET EVERYONE AND START WORKING WITH ALL OF THESE AMAZING PEOPLE
Æj þau eru ábyggilega fín. Ég held samt að krakkar á Íslandi þroskist hraðar heldur en þessir bandarísku- allavega finn ég ekki svona gríðarlegan aldursmun á 18 ára krökkunum heima. Við erum vön að vera alltaf í einhverjum vinnum og almennt mjög sjálfstæð, á meðan þessi krútt eru bara að dóla sér á meðan ma og pa splæsa í college.
Sem betur fer eru mjög margir hérna á mínum aldri, og við erum alltaf að gera grín að þessum dúllum. Stelpurnar á hæðinni eru t.d. allar á aldrinum 21-24 ára svo ég er mjög heppin með það.
![](https://blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEgb3unj0952ZYlg3U0BGuxcbvMXDdk3oItxX8bLdo_CXQqTPPtgqQDSESqGLs-I7FJMZ4bs5CMQLo8UTTA3DC_JgJ9eWCMS8y1NBklNKe2VKRGIW8CTkWPCjC7XTrPHl3lw9SvRjYGD1Is/s1600/photo+(7).JPG) |
Moranenn, Unnsi, Danielle og Alex. Elska að búa með þessum stelpum |
![](https://blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEhmwtg2bO107tmDLlBInYKIGNwd1Zw0KeaY42MPzXQKe-o2Yv2EA1mbFeZCcwI7InMQZzoGE0JDQ4sJ3VRpAcu-JIaQ8A3lRF3yZocmmIIafwdyLZEWA2i69VxOca8xEH1935-SYC2VwJ0/s1600/photo+(8).JPG) |
Það eru aaalltaf einhverjar tökur út á götu |
![](https://blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEhTkUpPuh604UDj3kW5gzwZlnnhs7WGYczbRIpWj8pBiXZkDI50imU1zBEeZG2MOgRqGZY7ekm7HiEb2_7EXvWkFsD37qqrjSt718pCQGIYngc8xidQQ8IaSwIItzXpvPMnTjJe4iURpuA/s1600/photo+(6).JPG) |
Falleg sjón sem tekur við mér þegar ég kem upp úr subway stöðinni |
![](https://blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEil_qF1O9vu3ZC7Lh0uFXEyAZDiFgzo8OKYNMAcpk6ubfInvQpBjrX23PVyDPYY9DoCvRweA3Ypm5AY5evo9lgp_2RJ6fSyMON4SzN2pRyE_GTVbwAmyaCc8OhfWdR1tOvuVPVX8DabjNY/s1600/photo+1+(1).JPG) |
Djammdjamm með krökkunum á 12. hæðinni |
![](https://blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEgdnB_pPJEdzsS2oHu43kmAOSqQyk-S_5iAzfGMZqgRc4QBOqlLD3SSeppjw-r7EFmnQrK5cosyeMl63e88oz3zf2lhXbLgei0UyjX5wBSWVhsMrI45yp3aTcLTq7rG1xMSn2V8R3Qj1AI/s1600/photo+2+(1).JPG) |
Fólk var mishresst eftir laugardaginn svo sunnudagurinn fór í að horfa á heila seríu af Mindy Project |
![](https://blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEgg98EzxeEKkw53d_Rso159XWNSufQu44pPE2agCkNg41NBpcymFMdflxs17jCyOt-oFYJUBP5Gxc1MldPMiLf7kRyVc3D3yV0E77Xjv6PX_Sq1WVnL2Y5ait5digrOeqdS2P2qZ0dIawI/s1600/photo+(9).JPG) |
Svo hefur NYPD samþykkt að vernda mig á meðan ég bý hérna, svo allar áhyggjur eru óþarfar! |
Í dag er svo fyrsti skóladagurinn. Ég er í tímum frá kl 14-20. Fer í Script analysis, Theatre history og Voice & speech. Spennó!
Comments
Post a Comment