Helgin


 Helgin var algjör snilld- maður er að kynnast krökkunum betur og betur og flestir hérna eru æðislegir. Eina sem fer í taugarnar á mér eru týpurnar sem eru að koma hingað beint úr High School. Það lið er náttúrulega bara 18 ára og er bara að springa úr æsingi og gólandi á göngunum um hvað það er SO EXCITED TO MEET EVERYONE AND START WORKING WITH ALL OF THESE AMAZING PEOPLE

Æj þau eru ábyggilega fín. Ég held samt að krakkar á Íslandi þroskist hraðar heldur en þessir bandarísku- allavega finn ég ekki svona gríðarlegan aldursmun á 18 ára krökkunum heima. Við erum vön að vera alltaf í einhverjum vinnum og almennt mjög sjálfstæð, á meðan þessi krútt eru bara að dóla sér á meðan ma og pa splæsa í college. 

Sem betur fer eru mjög margir hérna á mínum aldri, og við erum alltaf að gera grín að þessum dúllum. Stelpurnar á hæðinni eru t.d. allar á aldrinum 21-24 ára svo ég er mjög heppin með það.

Moranenn, Unnsi, Danielle og Alex. Elska að búa með þessum stelpum

Það eru aaalltaf einhverjar tökur út á götu

Falleg sjón sem tekur við mér þegar ég kem upp úr subway stöðinni

Djammdjamm með krökkunum á 12. hæðinni 
Fólk var mishresst eftir laugardaginn svo sunnudagurinn fór í að horfa á heila seríu af Mindy Project 

Svo hefur NYPD samþykkt að vernda mig á meðan ég bý hérna, svo allar áhyggjur eru óþarfar!

Í dag er svo fyrsti skóladagurinn. Ég er í tímum frá kl 14-20. Fer í Script analysis, Theatre history og Voice & speech. Spennó!



Comments

Popular posts from this blog

Rottur

Virkir í athugasemdum