Rottur
Það hlaut að koma að því. Það var búið að vara mig við þessu. Oft. En samt brá mér svo stórkostlega þegar ég sá 3 viðbjóðslegar rottur hlaupa beint fyrir framan mig. Komu hlaupandi úr einhverjum ruslapokum og beint inn í einhverja kjallaraíbúð. Mér skilst að þetta sé bara skelfilegt fyrstu svona 3-5 skiptin, svo venst maður þessu. Eftir að ég náði andanum aftur og hætti að öskra reyndi ég að taka mynd. Náði bara einni, hinar voru komnar inn í íbúðina að éta fólkið þar. Þetta er bara eins og að vera í Vestubænum!
Comments
Post a Comment