Rottur
Það hlaut að koma að því. Það var búið að vara mig við þessu. Oft. En samt brá mér svo stórkostlega þegar ég sá 3 viðbjóðslegar rottur hlaupa beint fyrir framan mig. Komu hlaupandi úr einhverjum ruslapokum og beint inn í einhverja kjallaraíbúð. Mér skilst að þetta sé bara skelfilegt fyrstu svona 3-5 skiptin, svo venst maður þessu. Eftir að ég náði andanum aftur og hætti að öskra reyndi ég að taka mynd. Náði bara einni, hinar voru komnar inn í íbúðina að éta fólkið þar. Þetta er bara eins og að vera í Vestubænum!
LOL
ReplyDeletevel gert!
ReplyDeleteÉg afþakka kaffiboðið. Ég þekki þig ekki og veit ekkert um þig. Þykir leiðinlegt að hafa gert þessi mistök að tjá skoðun mína á umfjöllun dv um þín mál. Ég biðst afsökunar hafi það farið fyrir brjóstið á þér. Ég hef enga skoðun á þér seriously. Ég skal passa mig að hafa ekki skoðun á þér eða þínum hlutum framvegis. Ég bið þig í leiðinni um að eyða athugasemdinni sem ég skrifaði, ég hef eytt minni. Svo vona ég að þessu sé lokið. L8er! Tryggvi Rafn Tómasson
ReplyDeleteÞetta er orðinn svooo þreyttur djókur með þetta: er þetta frétt???? Bara gaman að hafa fjölbreyttar fréttir. Og ekki skemmir að hafa jákvæðar líka svona eins og af þér en ekki bara eitthvað væl.
ReplyDeleteEr þetta bloggfærsla?
ReplyDelete