Skólalífið
Var búin að skrifa 10 bls færslu um fyrstu skólavikuna þegar ég fattaði að það væri ekki nokkur manneskja að fara að lesa hana. Í stuttu máli er bekkurinn minn æðislegur, kennararnir snilld, og ég er aum í öllum líkamanum eftir skrýtnustu æfingar sem ég hef gert á ævinni.
Elskulegasta Hildur Vala, fallegasta flugfreyja Icelandair, kom í stutt stopp á föstudaginn. Við kíktum á barinn með bekknum mínum en allir voru svo dauðir eftir vikuna að við vorum komin heim rétt fyrir miðnætti. #djammarar4life
Í þessari viku þurfti ég að lesa fimm leikrit. Uppáhaldið mitt er klárlega Lysistrata, og uppáhalds setningin mín er á bls 17, alveg efst. (þetta var fyrst flutt arið 411 f.Kr. en er ennþá jafn sjúklega fyndið í dag)
Ég flyt 10 min fyrirlestur um leikritið á mánudaginn. Kennarinn minn sagði að verkið væri háfeminískt en ég er alls ekki sammála honum svo fyrirlesturinn snýst að mörgu leyti um að sanna að hann hafi rangt fyrir sér. Það mun annað hvort heppnast vel eða floppa algjörlega.
Í dag var 26 stiga hiti í borginni svo við stelpurnar húrruðum okkur upp í Central Park og kláruðum að lesa öll leikritin
Mhmm...
Við skildum ekkert í því af hverju það voru svona margir í garðinum. Þegar við komum heim í kvöld sáum við svo að það voru svaaaaka tónleikar (Beyonce, Jay-Z, No Doubt) sem við bara misstum af. Misstum af!!
Erum búnar að like-a Central Park á facebook svo við þurfum aldrei aftur að hata okkur svona mikið aftur
Þessi sá hvorki Jay-Z né Beyonce í dag
Hins vegar hló ég mjög mikið þegar ég sá þennan bíl. Ég verð að vita hvort þetta sé tilviljun eða einhverjir mega húmoristar
Comments
Post a Comment