"You racist bitch"
Í dag er akkúrat mánuður síðan ég flutti til New York. Þetta er mjög skrýtið- mér finnst þessi mánuður búinn að vera sjúklega fljótur að líða, en aftur á móti líður mér eins og ég sé búin að búa hérna í svona hálft ár.
Ég er þvílíkt þakklát fyrir að fá tækifæri til að búa hérna og að vera í námi sem mig er búið að dreyma um í mörg ár. Það er allt búið að ganga þvílíkt vel og mér líður æðislega. En nóg af væmni.
New York er geggjuð borg. Maður má samt sem áður ekki haga sér hvernig sem maður vill. Hér gilda reglur eins og annars staðar, bæði skrifaðar og óskrifaðar. Á mínum mánuði hef ég lært ýmislegt:
-Ef það er einn vagn alveg auður á lestinni, er mjög góð ástæða fyrir því. (í mínu tilviki var maður þar að gubba úr sér lungun)
-Leigubílsstjórar sturlast ef maður tipsar ekki nóg. "We're broke college students" er ekki samþykkt sem afsökun fyrir lélegu tipsi.
-Talandi um leigubílsstjóra. Þeir ættu flest allir að vera sviptir bílprófinu eða vera kærðir fyrir tilraun til manndráps.
-Hér verða gönguljósin ekki græn, heldur birtist hvítur karl. Ekki segja "There's the white dude!" því gæinn fyrir aftan þig segir "you racist bitch"
-Ekki samt bíða eftir hvíta karlinum nema þú sért túristalúði með bakpoka.
-Hjólreiðamenn eru alveg jafn hættulegir, ef ekki hættulegri, en bílstjórarnir.
-Fólk er sumt svo kurteist hérna, að þú ert kannski búin að vera í heilan dag með svart í tönnunum en enginn þorir að segja neitt.
-Rottur eru ekki svo slæmar eftir 5. skiptið sem maður sér þær út á götu.
-Sama gildir um kakkalakka.
-Tinder er þúsund sinnum skemmtilegra hérna
-Maður þarf ekki jafn mikið af fötum í lífinu og maður heldur. Ég tók með mér 1/15 af fataskápnum mínum út og nota varla helminginn af því
-Það er nauðsynlegt að hlusta á allar tilkynningar í lestinni því stundum ákveður Local train að verða Express train og fer nokkrum stöðvum framhjá þínu stoppi og þú tefst um 40 min.
En ég er sem sagt enn á lífi og elska að vera hérna. Knús heim!
Comments
Post a Comment