Vegas baby

Aldrei hefði ég haldið að ég myndi flytja til Las Vegas af fúsum og frjálsum vilja.

Fattaði í gær þegar ég var að flytja út úr íbúðinni minni í LA að Vegas húsið mitt er sjötta heimilið sem ég flyt í á minna en fjórum árum. Og það er alltaf jafn leiðinlegt að pakka. Og enn leiðinlegra og erfitt þegar maður er að skilja vini og umhverfið sitt eftir.

Var svo heppin að ein besta vinkona mín, Vigdís Hlíf, er núna í LA svo ég náði að hitta hana í gær áður en ég lagði af stað. Hún lýsti ástandi mínu fullkomnlega þegar hún sagði 'ok shit hvað þú ert tæp'

Hafiði ekki lent í því þegar þið eruð á barmi kvíðakasts að þið eruð kannski að hlæja að einhverju og tárist því þið eruð að hlæja svo mikið en svo eruði allt í einu í alvöru að gráta svo þá hlæjiði yfir því hvað það er fáránlegt og svo fariði aftur að gráta yfir því hvað þið eruð asnaleg? Þannig :)



Það var samt mjög gott að koma. Húsið sem ég er að leigja er algjör paradís og ég var fljót að ganga frá öllu dótinu mínu (prófa að skilja frestunaráráttuna eftir í LA) svo mér líður strax vel hérna.

Fyrsta æfingin er á morgun og ég er þvílíkt spennt. Kíkti niður í leikhúsið í dag til að sækja parking- og securitypassana mína og það var alveg frekar magnað að sjá sviðið og 1500 (!) áhorfendasætin.

Gleymdi að taka mynd í dag en hér er mynd sem ég fann á google.com (geggjuð síða, check it)



Comments

Popular posts from this blog

My anaconda

Sam Smith

Rottur