Posts

Showing posts from October, 2013
Image
Síðustu dagar hafa verið mjög meistaralegir. Hér eru nokkrar myndir: Esjan tekin með snillingnum honum Hans Orra í blíðunni síðasta sunnudag.  Mér finnst ofboðslega gott að fá mér bygggraut á morgnana. Þá sýð ég byggflögur (2 dl af byggi vs 5 dl af vatni) og set alls konar gotterí út í; döðlur, hnetur, sólblómafræ, graskersfræ og jafnvel smá agave sýróp. Mamma prófaði svo að búa til möndlumjólk sem heppnaðist þvílíkt vel! Létum möndlur liggja í bleyti yfir nótt og settum þær svo í blandara með vatni og úr varð þessi snilld. Hún fer einstaklega vel með bygggrautnum fína! Frábær byrjun á deginum Svo lærði ég að búa til hrökkbrauð. Það er alls ekki mikið mál- mjög fljótlegt of fáránlega auðvelt. Fékk þessa uppskrift frá Göggu frænku. Öll fjölskyldan er gjörsamlega vitlaus í þetta. Uppskrift: Þessi uppskrift dugir á tvær ofnskúffur. 1 dl sólblómafræ 1 dl graskersfræ 1 dl hörfræ 1 dl sesamfræ 1 dl gróft haframjöl 3 1/2 spelt (ég notaði reyndar möndlumjöl-

Kínóa pizza

Image
Við mamma erum ekkert að grínast. Við fjölskyldan elskum að fá okkur góða pizzu af og til. Ég byrja pínu að slefa þegar ég hugsa um Eldsmiðju pizzu með pepperoni og ananas og hvítlauksolíu. EN við látum svona cravings ekkert hafa áhrif á okkur. Nú er sko Meistaramánuður og af því tilefni skellti mamma í snilldar Kínóa pizzu í gærkvöldi sem var unaður.  Hún lét kínóa kornin (fræin?) liggja í bleyti nóttina áður og henti þessu svo í blender með salt og pipar. Skellti þessu svo á ofnplötu og bakaði í nokkrar mínútur. Þetta smurðum við með heimagerðu guacamole og settum kjúkling, sætar kartöflur og grænmeti á þetta. Eins og ég sagði, unaður. ,,Pizza deigið" úr kínóa sem er sjúklega næringar-, trefja- og próteinríkt.  Mjög vel heppnað. Mæli með að þið prófið! Í kvöld var ég svo á dansæfingu og svo sjálf að kenna dans svo það var vel tekið á því. Á þessari mjög svo blurruðu mynd erum við Hófý og Íris að dansa rútínuna sem ég kenndi í 20+ hópnum við Talk Dirty með

Langir dagar eru góðir dagar

Image
Er nýbyrjuð að vinna hjá Stórveldinu sem er ekkert smá skemmtilegt. Mikið líf og fjör og ég er virkilega spennt fyrir framhaldinu. Á föstudaginn er fyrsti þáttur af Popp og kók sýndur á Stöð 2 og er búin að vera mikil vinna í kringum hann. Í dag var ég í tökum í nýja stúdíóinu sem var verið að klára að byggja. Allt að gerast! Átti svo að fara á dansæfingu kl 19:30 og kenna dans kl 20:30 en við vorum svo lengi frameftir að ég þurfti að sleppa æfingu og biðja Stellu um að kenna svo fyrir mig.  Kom heim dauðþreytt rétt fyrir 22 og fattaði að ég væri ekkert búin að hreyfa mig í allan dag. Það var virkilega freistandi að leggjast upp í rúm og horfa á hana Kim mína kvarta undan bjúg en í staðinn rifum við Jakob bróðir okkur upp og við tókum 5 km skokk um Vesturbæinn. Virkilega hressandi og gott að hafa traustan bodyguard sér við hlið. Og Jakob líka. Ég var algjör skvís með krullur og varalit Vona að sem flestir séu búnir að skrifa niður krefjandi markmið og eru að vinna

MARKMIÐ

Image
Þá er þetta byrjað.  Búin að klára listann minn. Komið útprentað upp á vegg og stimplað inn í sálina.  Ekkert hveiti. Eftir mikla umhugsun og pepp ætla ég að sleppa öllu hveiti. Ekkert brauð, pasta eða pizza. Ég hugga mig við þá tilhugsun að ég fer til Ítalíu í byrjun nóvember og þar verður nóg af þessum unaði. Hugsa jákvætt, alltaf. Þar sem ég er 21 árs stelpa á ég eðlilega við ýmsa komplexa að stríða. Það gera það flestir. Ótrúlegt en satt gerir það ekkert gagn að hugsa neikvætt um þessa galla. Nú verða þeir sko elskaðir. Stóri rassinn og litla þunna hárið? Ekkert nema ást á þetta. Hreyfing á hverjum degi. Ég tek venjulega hörku tveggja tíma dansæfingar tvisvar í viku en Meistara-Unnur ætlar sko að stunda líkamsrækt á hverjum degi. Og eins og það væri ekki nóg þá ætla ég tvisvar sinnum í viku að vera mætt í ræktina fyrir vinnu.   Esjan tekin allavega tvisvar sinnum. Ekkert nammi, snakk eða kaffi. Segir sig sjálft. Minnka sykur. Sykur er reyndar í öööllu en ég ætla að