Posts

Showing posts from 2015

Adele Dazeem

Image
Drottning Idina Menzel er síðustu tvö ár búin að leika í söngleiknum If/Then. Ég fattaði í síðustu viku að það voru aðeins 4 sýningar eftir, og að ég myndi aldrei fyrirgefa sjálfri mér ef ég myndi ekki grípa tækifærið. Við Julia slepptum því að borða í viku og keyptum okkur ódýrustu miðana.  Alveg aftast. En hvað gerir maður ekki fyrir Queen Elsu     Sýningin sjálf var því miður ekkert spes. En ég var samt með gæsahúð allan tímann því Idina er svo mikil gyðja.  ÞARNA ER HÚN Klapp klapp fyrir hljómsveit Tvö á vinstri kantinum með allt niðrum sig Við biðum aðeins fyrir utan við 'stage door' til að ná mynd af frú Dazeem. Hún lét þó þokkalega bíða eftir sér og við áttum eftir að læra fullt svo við fórum bara heim.  En eins og þið sjáið var massa troðningur fyrir utan og bíll á standby til að spóla burt Svo löbbuðum við framhjá Lunt-Fontanne leikhúsinu þar sem var nýbúið að frumsýna Finding Neverland. Er ekki bara minn maður Matthew Morris

Greeks

Image
Í Styles tímum vorum við að klára að vinna með Grikkja-senur, úr gömlum verkum eftir Sophocles og Euripedes. Ég skal alveg viðurkenna að ég var ekkert að springa úr spenningi fyrst.  Mig langaði að halda áfram með Commedia dell'arte. Þar lærðum við um líkamstjáningu í farsa, í mjög svo ýktri útgáfu, eins og Ítalarnir gerðu á 17. öld. Þar lék ég Colombínu, sem er þjónustustúlka sem lemur menn og er með ískrandi brjóst (bókstaflega, ég var með hundadót milli brjóstanna). Mikið fjör. Þar var allt mjög líkamlegt og allt byggt á spuna- allt snýst þetta þó um kynlíf, mat og peninga. Getur ekki klikkað. Grikkjasenurnar eru aaalgjör andstæða. Þar erum við að díla við 'heightened emotions in imaginary circumstances.' Ég var frekar stressuð um að þurfa að vera heavy dramatísk á kl 8 á morgnana í stofu með flúorlýsingu.  Kennarinn minn er samt algjör snilld og ástríða hans fyrir senunum og persónunum var mjög smitandi. Við vorum pöruð tvö og tvö saman með ca 10 mínútna s

Armory Show

Image
The Armory Show , a leading international contemporary and modern art fair and one of the most important annual art events in New York, takes place every March on Piers 92 & 94 in central Manhattan. The Armory Show is devoted to showcasing the most important artworks of the 20th and 21st centuries. In its sixteen years the fair has become an international institution, combining a selection of the world's leading galleries with an exceptional program of arts events and exhibitions throughout New York during the celebrated Armory Arts Week. Enn og aftur reddaði Birna frænka mér miða á einhverja snilld. Fór með Dani vinkonu minni á þessa mögnuðu sýningu, sem var að sjálfsögðu með íslensk verk frá i8. Þetta er Dani. Við tökum gjarnan selfies í lestum á leiðinni heim af djamminu Morgunmatur er mikilvægasta máltíð dagsins, sérstaklega á sunnudagsmorgnum. Þessi máltíð var um það bil fjórum sinnum sveittari en gott mánudagskvöld á Prikinu.  Verk eftir Ragnar Kja

Frank Langella

Image
Skólinn minn er snilld. Síðasta föstudag kom leikarinn/leikstjórinn/framleiðandinn/rithöfundurinn/Íslandsvinurinn Frank Langella í heimsókn og var með 4ja klukkustunda fyrirlestur/master class. Frank er búinn að vera í bransanum í rúmlega 50 ár. Hann hefur meðal annars unnið þrenn Tony verðlaun og var tilnefndur til Óskarsins fyrir túlkun sína á Richard Nixon í myndinni Frost/Nixon arið 2008. Hann er um þessar mundir í tökum fyrir myndina Reykjavík, sem Baltasar Kormákur er einmitt að leikstýra. Heaaavy nett. Allavega, við vorum svo heppin að fá hann í heimsókn. Og almáttugur minn. Þessi maður er magnaður. Hann deildi með okkur alls konar reynslusögum og vann með okkur á alls konar vegu. Ég var búin að vera í frekar miklu þroti eftir erfiða viku en hann veitti mér þvílíkan innblástur. #thankful #happy #love Stalst til að taka eina mynd en þá var hann akkúrat að tékka á Rolexinu sínu

International Phonetic Alphabet

Image
Eitt af því sem við gerum í skólanum er að  'transcribe-a'  Veit ekki alveg hvað þetta heitir á íslensku- umritun? Þetta snýst sem sagt um að nota bara eitt tákn fyrir hvert hljóð sem við gerum. Til dæmis ef maður ætlar að skrifa 'laugh' þá yrði það skrifað 'læf' (æ-ið er ekki notað eins og í íslensku- þetta er oft mjög ruglandi). Þetta er notað til að umrita texta þannig að það sé hægt að lesa þá nákvæmlega eins og þeir eiga að vera bornir fram.  Maður merkir inn áherslur, kommur og punkta, sérhljóðalengd og setur inn réttu táknin fyrir hvert hljóð.  Var loksins að klára þetta verkefni, þurftum að umrita þriggja blaðsíðna smásögu.  Þetta getur verið mjög erfitt þar sem það eru mjög margar reglur sem þarf að fylgja og það getur verið erfitt að vita hvað hljóð á að koma samkvæmt 'General American.' En það er gott að kunna táknin til að vita hvernig maður eigi að bera orð fram.  Þetta verður sérstaklega hjálplegt á næsta ári

A Delicate Balance

Image
Var svo heppin að fá miða á A Delicate Balance í John Golden Theatre um daginn. Með aðalhlutverk fóru engin önnur en drottningin Glenn Close og legendið John Lithgoe. Algjör snilld að fá að sjá þau leika á sviði. Lindsay Duncan stal reyndar oft senunni sem drykkfellda systir frú Close. Stalst til að taka nokkrar myndir  Spoiler alert Royalty Johnny var nokkuð sáttur bara

Knicks vs Heat

Image
Birna Anna frænka og New York verndarengillinn minn fékk trylltustu miða ever á New York Knicks vs. Miami Heat í Madison Square Garden í gærkvöldi.  Courtside. Rugl. Birna og Peter Aðeins að teygja Peter, Birna, Unns og Anna vinkona Birnu   Klappstýrurnar á sínum stað ' Svo byrjaði celeb-skjárinn. Kelly Rutherford, sem lék mömmuna í Gossip Girl, var á svæðinu Þarna er skvís í gráa loðvestinu Fegurð ER SVO EKKI BARA 50 CENT Í HÚSINU! Þótt Fiddy sé ekki búin að vera on top of his game undanfarið, þá var þessi maður mér allt á erfiðustu unglingsárunum mínum. Allt. Ég get ennþá rappað hvert einasta lag með honum og græt við tilhugsunina um að hann þurfi einn daginn að kveðja þennan heim.  Þarna er hann í allri sinni dýrð. One Love. Það var nú vitað fyrirfram að Heats myndi pakka Knicks saman. Okkar menn náðu að halda þessu ágætlegu jöfnu fyrsta hálftímann en svo fór þetta allt niður á við. Endaði í 111-87.  Mæta svo ekki bara V