Posts

Showing posts from 2018

Vegas baby

Image
Aldrei hefði ég haldið að ég myndi flytja til Las Vegas af fúsum og frjálsum vilja. Fattaði í gær þegar ég var að flytja út úr íbúðinni minni í LA að Vegas húsið mitt er sjötta heimilið sem ég flyt í á minna en fjórum árum. Og það er alltaf jafn leiðinlegt að pakka. Og enn leiðinlegra og erfitt þegar maður er að skilja vini og umhverfið sitt eftir. Var svo heppin að ein besta vinkona mín, Vigdís Hlíf, er núna í LA svo ég náði að hitta hana í gær áður en ég lagði af stað. Hún lýsti ástandi mínu fullkomnlega þegar hún sagði 'ok shit hvað þú ert tæp' Hafiði ekki lent í því þegar þið eruð á barmi kvíðakasts að þið eruð kannski að hlæja að einhverju og tárist því þið eruð að hlæja svo mikið en svo eruði allt í einu í alvöru að gráta svo þá hlæjiði yfir því hvað það er fáránlegt og svo fariði aftur að gráta yfir því hvað þið eruð asnaleg? Þannig :) Það var samt mjög gott að koma. Húsið sem ég er að leigja er algjör paradís og ég var fljót að ganga frá öllu dótinu mínu (p

Oklahomey

Image
Fór til Oklahoma í þrjá daga til að taka nokkrar skemmtanir sem Solla stirða fyrir American Heart Association. Nokkrir hlutir sem ég lærði: -Allir í Oklahoma eiga byssu -Oklahoma elskar Trump og Trump hatta -Oklahoma er með enga/hræðilega tannlækna -Það er mjög universal hegðun hjá krökkum að reyna að kíkja undir kjólinn hjá Sollu -Target búðirnar í OK City eru jafn stórar og ca tvær Smáralindir og það er geðveikt -Ég vil aldrei hætta að taka Sollu gigg því eins klikkaðir og krakkar eru þá er fátt jafn gefandi eins og að fá að hitta börn sem þurfa á peppi og knús að halda. (Linda Ásgeirs var 39 ára þegar ég tók við af henni svo ætti að eiga allavega 14 ár eftir) Þriðja skemmtunin. Það var einhver helvítis DJ með mér upp á sviði sem var svoo lítið peppaður. Hvar er Siggi Hlö þegar maður þarf á honum að halda  Yrði samt ekkert heartbroken ef ég færi aldrei aftur til Oklahoma

3ja ára pása

Image
Hæ! Byrjaði með þetta blogg þegar ég flutti til New York 2014 til að fara í leiklistarskóla. Familíunni fannst gaman að vita að ég væri enn á lífi og mér fannst gaman að röfla um námið og lífið og monta mig af Broadway sýningunum sem ég fór á. Eins og flestar dagbækur entist það ekki lengur en sirka hálft ár.   En nú er annað mjög skemmtilegt ævintýri að fara af stað, og familían ennþá rosalega ánægð þegar hún fær að vita af mér á lífi. Í lok mánaðarins flyt ég til Las Vegas, þar sem ég er búin að skrifa undir sex mánaða samning við söngleikin ‘Marilyn! The New Musical.’ (Svo dagbókin ætti alveg að endast í þetta hálfa ár áður en ég gefst upp aftur) Ef þið hafið áhuga á fylgjast með, þá mun ég reglulega setja hér inn myndir og segja frá ferlinu. Ef þið hafið ekki áhuga, þá mæli ég með að reiðiskommenta hér fyrir neðan.   Knús á ykkur sem ég þekki og high five á ykkur sem ég þekki ekki, Unnur xx