Posts

Showing posts from September, 2014

NYFD

Image
Hitti alvöru New York slökkviliðsmenn í gær. Mhmm-mm. Þvílík upplifun. Maður er svo vanur að heyra sírenur allan liðlangan daginn svo við vorum ekkert að kippa okkur upp við lætin, fyrr en við föttuðum að það væri slökkvibíll beint fyrir utan.  Þetta reyndist ekki vera merkilegri en það að einhver pía hefði fests í lyftunni, akkúrat á hæðinni okkar Það var samt gaman að hitta þessa kappa, og þeir lofuðu að vernda okkur að eilífu Annars er allt gott að frétta. Kennararnir hérna eru ekkert að grínast- hér er engin Versló-miskunn. Það er biluð heimavinna fyrir hvern einasta dag en þetta er örugglega í fyrsta skiptið á ævinni sem ég nýt þess að læra heima. Aldrei áður hef ég getað setið kyrr í nokkra tíma og bara legið yfir bókum og glósað að eigin frumkvæði. En það hlaut að koma að þessu. Loksins! Krakkarnir í bekknum mínum eru líka einstakir. Við erum á stuttum tíma búin að kynnast ótrúlega vel og opna okkur á mjög mörgum levelum. Þetta eru allt magnaðir eins

Skólalífið

Image
Var búin að skrifa 10 bls færslu um fyrstu skólavikuna þegar ég fattaði að það væri ekki nokkur manneskja að fara að lesa hana. Í stuttu máli er bekkurinn minn æðislegur, kennararnir snilld, og ég er aum í öllum líkamanum eftir skrýtnustu æfingar sem ég hef gert á ævinni.  Elskulegasta Hildur Vala, fallegasta flugfreyja Icelandair, kom í stutt stopp á föstudaginn. Við kíktum á barinn með bekknum mínum en allir voru svo dauðir eftir vikuna að við vorum komin heim rétt fyrir miðnætti. #djammarar4life Í þessari viku þurfti ég að lesa fimm leikrit. Uppáhaldið mitt er klárlega Lysistrata, og uppáhalds setningin mín er á bls 17, alveg efst. (þetta var fyrst flutt arið 411 f.Kr. en er ennþá jafn sjúklega fyndið í dag) Ég flyt 10 min fyrirlestur um leikritið á mánudaginn. Kennarinn minn sagði að verkið væri háfeminískt en ég er alls ekki sammála honum svo fyrirlesturinn snýst að mörgu leyti um að sanna að hann hafi rangt fyrir sér. Það mun annað hvort heppnast vel eða f

Egg-doctor

Það er almennt gaman að vera Íslendingur í útlöndum. Fólki finnst það geðveikt klárt ef það veit að "Iceland is green and Greenland is ice" og þeir allra hörðustu ná að nefna 2-3 lög með Björk eða Sigur Rós ("I like love how they sound like elves").  Ég tek almennt þátt í þessum umræðum, segi að jú, ég sé að sjálfsögðu víkingur sem á nokkra ísbirni heima og jújú, ég sé auðvitað gift frænda mínum, hohoho.  En það versta við að vera Íslendingur (og þetta á alls ekki við um alla því sumir foreldrar elska börnin sín) er að vera skírður nafni sem enginn, ekki einu sinni skandinavíska fólkið í skólanum, getur borið fram. Unnur. Það er varla hægt að finna erfiðara nafn fyrir Bandaríkjamenn. Önnörh? Únnerrh? Unnushsh? Svo vitiði hvað? Ég heiti ekki Unnur lengur. Neinei. Nú er það Unna. Ú-nna. Yes. Það er það skásta sem fólkið hérna getur kallað mig. Svo spurði einhver hvort Eggertsdóttir þýddi egg-doctor. Takk mamma og pabbi. Kveðja Unna

Virkir í athugasemdum

Image
Mjásur- ég er með massa samviskubit yfir því að hafa eytt tímanum ykkar þegar þið lásuð óvart eitthvað sem þið sáuð svo eftir að hafa lesið. Ef þið komið einhvern tímann til NYC skal ég gefa ykkur kaffi. Knús!

Helgin

Image
 Helgin var algjör snilld- maður er að kynnast krökkunum betur og betur og flestir hérna eru æðislegir. Eina sem fer í taugarnar á mér eru týpurnar sem eru að koma hingað beint úr High School. Það lið er náttúrulega bara 18 ára og er bara að springa úr æsingi og gólandi á göngunum um hvað það er SO EXCITED TO MEET EVERYONE AND START WORKING WITH ALL OF THESE AMAZING PEOPLE Æj þau eru ábyggilega fín. Ég held samt að krakkar á Íslandi þroskist hraðar heldur en þessir bandarísku- allavega finn ég ekki svona gríðarlegan aldursmun á 18 ára krökkunum heima. Við erum vön að vera alltaf í einhverjum vinnum og almennt mjög sjálfstæð, á meðan þessi krútt eru bara að dóla sér á meðan ma og pa splæsa í college.  Sem betur fer eru mjög margir hérna á mínum aldri, og við erum alltaf að gera grín að þessum dúllum. Stelpurnar á hæðinni eru t.d. allar á aldrinum 21-24 ára svo ég er mjög heppin með það. Moranenn, Unnsi, Danielle og Alex. Elska að búa með þessum stelpum Það eru aaa

Sam Smith

Image
Áður en ég fór út komu elsku bestu vinkonur mínar mér á óvart með miða á Sam Smith tónleika hér á Manhattan í Hammerstein Ballroom.  Tófurnar mínar Tónleikarnir voru stórkostlegir. Vá. Þessi maður söng hverja einustu nótu svo fullkomlega og af svo mikilli innlifun að ég er ennþá að jafna mig. Það var líka eitthvað svo stórkostlega magnað við að vera á tónleikum og heyra "New York Cityyyyyy!!!" Hljómsveitin Broods frá Nýja Sjálandi hitaði upp. Mæli með að þið tékkið á henni, þau eru mjög svöl Stelpurnar hugsuðu vel um sína og settu mig á fremsta bekk upp á svölunum Var sem sagt ein á tónleikunum. Var fyrst pínu smeyk við það en mér fannst það gera kvöldið ennþá betra. Hausinn fer á svo mikið flakk þegar maður er svona einn- svo var líka bara geðveikt gaman að vera ein að dansa og gráta til skiptis og öööllum var sama hvernig ég var (ég er alltaf að tala um hvað ég græt mikið, mér líður samt alveg vel sko) Beint fyrir aftan mig

Zmartland

Smá viðtal við mig á Smartlandinu! Tékk it :) Ég kann að gera hyperlink

Ég er officially komin með blæti fyrir þökum

Image
Fórum í kvöld á stað sem heitir VU Rooftop Bar. Erum að njóta þess að vera ennþá áhyggjulausar því á mánudaginn hefst alvöru vinnan. Þurfum reyndar að vera búin að lesa fimm leikrit fyrir fyrsta tímann en þar sem ég ætla að vera framúrskarandi fyrirmyndar toppnemandi er ég búin að lesa þau öll og glósa. Held að það hafi aldrei gerst áður í minni skólagöngu En allavega. Þökin! Þau eru toppurinn. (get it hehe) Sátum beint fyrir neðan Empire State. Drauuuumur!

Rooftop

Image
Á heimavistinni okkar eru 13 hæðir, og svo svona 'rooftop terrace.' Það er eiginlega bara eitt mesta nice sem ég hef upplifað.  Það er óendanlega yndislegt að koma hingað og tana og/eða lesa skólabækurnar. (btw djöfull er gaman eftir 2ja ára skólafjarveru að lesa skólabækur, og glósa!!) Útsýnið er unaður #rooftoptanselfie Er ekki annars líka bara geggjað veður heima?

Orientation week

Image
Þessi vika er öll búin að vera bara svona 'orientation week' sem er búið að vera mjög nice.  Sumt er alveg frekar langdregið, eins og fyrirlestrarnir um hvernig er ætlast til að við högum okkur (ekki drekka, reykja, dópa eða drepa einhvern) en annað var mjög áhugavert, eins og safety training. Þar lærðum við alls konar trix til að verða ekki myrt í þessari borg, og fengum upplýsingar um hvar væri best að kaupa pepper spray. Mitt verður klárlega svona bleikt og krúttað Í gær fórum við í 'Broadway tour' þar sem við vorum leidd í gegnum leikhúshverfið og lærðum alls konar fun facts um leikhúsin og sýningarnar. Vissuði btw að Spiderman sýningin er bara eitt mesta flopp Broadway sögunnar? Það kostaði $75 milljónir að framleiða hana (Wicked, ein vinsælasta sýningin núna, kostaði $13 millz) og þótt þeir sýndu í 3 ár komu þeir út í $65 milljóna tapi.  Ohh það sem ég hlakka til að fara á allar þessar sýningar... Svo í dag var svona Q&A með fyrrverandi

Rottur

Image
Það hlaut að koma að því. Það var búið að vara mig við þessu. Oft. En samt brá mér svo stórkostlega þegar ég sá 3 viðbjóðslegar rottur hlaupa beint fyrir framan mig. Komu hlaupandi úr einhverjum ruslapokum og beint inn í einhverja kjallaraíbúð. Mér skilst að þetta sé bara skelfilegt fyrstu svona 3-5 skiptin, svo venst maður þessu.  Eftir að ég náði andanum aftur og hætti að öskra reyndi ég að taka mynd. Náði bara einni, hinar voru komnar inn í íbúðina að éta fólkið þar.  Þetta er bara eins og að vera í Vestubænum!

"You did not just say 'what' to me young lady"

Image
Ég var aldeilis siðuð til rétt í þessu. Var að taka subway og kortið mitt var með vesen, svo ég talaði við afgreiðslukonu á stöðinni. Hún var eiginlega alveg eins og Donna í Parks and Rec (ef þið horfið á þá brilliant þætti) og var að útskýra eitthvað fyrir mér. Ég heyrði ekki alveg síðasta orðið svo ég sagði "what?" og þá ta-rylltist hún. "You did not just say 'what' to me young lady" með svona divu-handahreyfingum og ALLT. Ég varð skíthrædd og var alveg "Oh I'm sorry, I meant pardon"  En skvís var ekki ánægð með mig, hreytti í mig að hún ætlaði að opna hliðið fyrir mig og sagði mér að hurry up.  Ég mun aldrei segja what aftur. #takkDonna

Djammið

Image
Ég fór í fyrsta skiptið á djammið í gær. Gísli vinur minn var hér, með samstarfsmönnum sínum frá Slippnum í Eyjum. Þau komu hingað sem gestakokkar á Skál, sem er íslenskur veitingastaður rétt við Chinatown.  Ég dröslaði þremur meðleigjendaskvísum með mér og kynnti þeim fyrir al-íslenskum kokteilum sem Gísli töfraði fram Svo splæstu þeir í okkur bara besta humar sem ég hef fengið á ævinni Alls konar drykkir með íslenskum jurtum og grösum Specialty á Skál- heimabrugguð rauðrófuskot- aðeins of gott! Ein vinkona mín hélt að þetta væri eitthvað svona sérhannað vín sem Björk sjálf gerði- ég gleymdi að leiðrétta hana Fórum svo á einhvern svaðalegan stað þar sem allt var bleikt Gísli eignaðist vin/vinkonu og var með danskennslu Topp 5 stóladansar sem ég hef séð Einmitt Kvöld sem enda með sveittum samlokum > öll önnur kvöld