Posts

Showing posts from October, 2014

So no one told life was gonna be this wayyyy

Image
*Klappklappklappklapp* Langþráður draumur rættist í dag. Fór í Central Perk!! Hægt að sjá frétt um kaffihúsið  *hér* Fötin sem Rachel var í í lokaþættinum! Ég snerti þau!! Gítarinn hennar Phoebe Lengst til vinstri er skyrtan sem Monica var í sem var svo óvart gegnsæ, muniði?? Alvöru sófinn sem var notaður í þáttunum- aldrei verið jafn hamingjusöm

Jerseyyy

Image
Connor bekkjarbróðir minn gerðist svo elskulegur að bjóða nokkrum krökkum heim til fjölskyldunnar sinnar sem býr í Little Silver, New Jersey. Í dag er nefnilega frí í skólanum því Bandaríkjamenn standa enn í þeirri trú að Columbus var fyrstur til að finna USA.  Tókum lestina þangað í gær sem tók ekki nema rúmlega klukkutíma og pabbi hans Connors, sem heitir Will Smith (lol) kom og sótti okkur. Ég í lestinni að hugsa um akkúrat ekki neitt   Connor rúntaði svo með okkur um bæinn, gaf okkur ekta Jersey hamborgara og keyrðum svo að húsinu sem Bon Jovi á. Mér fannst það geðveikt.  Mr. Jovi residence Næst lá leiðin að ströndinni! Ég elska elska elska sjóinn, og er búin að sakna hans ótrúlega mikið. Það var yndislegt að heyra í öldunum, finna saltlyktina og grafa tánnum ofan í sandinn. Þetta var í alvöru besta endurnæring sem gat fengið.  Ooo svo gaman Fullkomnun Danielle, Peter og Connor   Væmnar. Hér heiti ég náttúrulega Unna (sjá  E

"You racist bitch"

Í dag er akkúrat mánuður síðan ég flutti til New York. Þetta er mjög skrýtið- mér finnst þessi mánuður búinn að vera sjúklega fljótur að líða, en aftur á móti líður mér eins og ég sé búin að búa hérna í svona hálft ár.  Ég er þvílíkt þakklát fyrir að fá tækifæri til að búa hérna og að vera í námi sem mig er búið að dreyma um í mörg ár. Það er allt búið að ganga þvílíkt vel og mér líður æðislega.  En nóg af væmni.  New York er geggjuð borg. Maður má samt sem áður ekki haga sér hvernig sem maður vill. Hér gilda reglur eins og annars staðar, bæði skrifaðar og óskrifaðar. Á mínum mánuði hef ég lært ýmislegt: -Ef það er einn vagn alveg auður á lestinni, er mjög góð ástæða fyrir því. (í mínu tilviki var maður þar að gubba úr sér lungun) -Leigubílsstjórar sturlast ef maður tipsar ekki nóg. "We're broke college students" er ekki samþykkt sem afsökun fyrir lélegu tipsi.  -Talandi um leigubílsstjóra. Þeir ættu flest allir að vera sviptir bílprófinu eða vera kærðir

Skype, Sólrún, Skrekkur

Image
Almáttugur hvað ég sakna þessara vitleysinga (vitleysingja?) mikið Ugla, snillingurinn sem hún er, þekkir röddina mína í tölvunni og kemur hlaupandi þegar ma og pa Skypa mig. Hún sér auðvitað ekki á skjáinn en hún tryllist þegar ég kalla á hana. Sakna hennar svo! Sjáiði hvað hún er klár? Sólrún Día og Bensi stoppuðu í New York í nokkra klukkutíma á leiðini til Florida. Það var ekkert smá gaman að hitta þau! Ég sýndi þeim heimavistina og hverfið og gat verið alveg 'þetta er uppáhalds kaffihúsið mitt, þarna er uppáhalds barinn og já ég rata sjúkt vel hérna því þetta er heimilið mitt núna'  Svo gott að fá íslenskt vinkonuknús (no racist) Svo fékk ég þetta snap frá Jakobi litla bró (fótboltalegendið, sjá færslu fyrir neðan) þar sem Dansa til að gleyma þér kemur til greina sem Skrekkslagið 2014! Mjög gaman að það hafi verið tilnefnt, takk fyrir það krakkar 8-D Annars er ennþá allt gott hér. Bekkurinn minn er yndislegur og ég elska alla kenna

Mannasiðir Unnar

Image
Þetta gerðist í alvöru, fyrir svona 2 tímum. Á eftir að segja mömmu- held hún verði brjáluð samt Það var samt mjög nice á Starbucks (ég var allavega ekki rekin út). Stelpurnar voru að horfa á Sex and the City heima svo ég vissi að ef ég myndi reyna að læra inn í herbergi myndi ég finna ástæðu til að kíkja fram á 5 mínútna fresti. Átti líka eftir að taka Snapchat af Starbucks kaffi svo þetta var tilvalið tækifæri. Ritgerðarskrif, Othello-lestur og Tall Mocha. Mhmm... Fékk þessa dásamlegu glósubók heima á Jónsson& Le'macks þar sem ég vann. Er búin að útskýra þennan brandara svona 20 sinnum fyrir krökkum hérna úti og raða fólk í top-friends (svona eins og maður gerði á Myspace) eftir því hversu mikið það hlær að Hulla.  Að lokum verð ég að fá að monta mig af litla bróður mínum, sem komst í U17 landsliðshópinn og keppir í Moldavíu eftir nokkra daga! Í fyrra var hann valinn markmaður ársins hjá KR og í sumar varð hann Íslandsmeistari með 3.f

We be all night

Image
Kylie vinkona okkar hélt smá partý á laugardaginn, í geggjaðri íbúð í Soho. Við skelltum okkur að sjálfsögðu, enda búnar að vera sjúkt duglegar og klára að lesa 2 leikrit + ritgerðir  M og Dani eru flippkisur Hér dæmir fólk mann ekki ef maður tekur selfie Filteruð Dollar slice pizza er must við heimkomu Á sunnudaginn fórum við Dani og Danielle á viðburð á vegum New York Film Festival- þar var svona spurt og svarað með leikstjóranum Paul Thomas Anderson sem var mjög áhugavert Turkey burger á okkur Danielle Subway-ást. Þekki þetta lið ekki neitt en þau voru sjúkt pirrandi. 

My anaconda

Image
Verð að setja þetta hér. Þetta er Aisha, sem ég er svo heppin að hafa með mér í bekk.  Svo er ein mynd hérna af okkur krökkunum á barnum í gær- Danielle, Connor, Jenni, River, "Unna" og Alexander

And all that jazz...

Image
Í gær rættist gamall draumur- að sjá söngleikinn Chicago á Broadway! Elsku Gagga frænka er hér í New York og við áttum yndislegt kvöld saman. Byrjuðum á að fara út að borða á stað sem heitir Artisinal sem er bara rétt hjá heimavistinni. Röltum svo yfir á Times Square Love this Vorum sjúklega ánægðar með sýninguna. Hlakka til að fara á fleiri sem allra fyrst!

Keep on running, white girl!

Image
Eitt af því sem ég elska við þessa borg eru endalausu hlaupaleiðirnar. Heima finnst mér alveg gaman að fara út að hlaupa (sérstaklega með Uglu, sem ég sakna svo ógeðslega mikið) en það er ekkert bilaðslega mikið úrval af hlaupaleiðum í Skerjafirðinum þegar maður nennir ekki að fara neitt lengra en 5km (ég hef ekki metnað í að keyra eitthvert til að hlaupa um þar) Ugla mín <3 Hljóp í gær meðfram Hudson ánni. Sólin var akkúrat að setjast og það voru ennþá 20 gráður úti.  Mig langaði svo að taka myndir af sólsetrinu en ég var bara með ipodinn minn sem var ekki alveg að ná þessu, en þið fattið stemninguna. Var greinilega við hliðina á einhverjum þyrlupalli því þyrlurnar hrúguðust inn Þetta var mjög töff. 2 sek eftir að ég tók myndina fékk ég samt gusu yfir mig Það skemmtilegasta samt við að hlaupa hérna er fólkið. Það er svo hvetjandi! Í gær hljóp ég framhjá  svaaka skvísu sem var alveg "Keep on running, white girl!"  Og svo er