Posts

Showing posts from November, 2014

BREAKING BAD

Image
SHIT. Ég veit að allir vita að þetta eru geðveikir þættir en bara almáttugur. Hvað er að frétta. Ég reyndi við þessa þætti einhvern tímann í sumar, þegar ég var lasin og horfði á þetta hálfsofandi í tölvunni upp í rúmi. Skildi hæpið í kringum þetta alls ekki.  En svo var fólk að segja að maður þurfi semi að 'pína' sig í gegnum fyrstu þættina áður en þetta verður alveg svona bilað spennandi.  Svo í skólanum er talað um þessa þætti í hverjum einasta tíma! Í Theatre History er kennarinn alltaf að vísa í þættina og útskýra ýmis hugtök með hjálp Walter White.   Svo ég reyndi aftur. Og í þetta sinn er ég bara slefandi yfir þessari snilld. Hvaða rugl er þetta? Öll samtölin, öll myndatakan, allar samvisku-barátturnar... ég er bara gjörsamlega seld.  Þið 15 einstaklingar sem hafið ekki ennþá séð þessa þætti, HORFIÐI! (nema þið séuð undir 16, þá er þetta frekar ljótt og þá ættuði frekar að horfa á Master Chef Jr. sem er nýja guilty pleasure-ið mitt- ótrúle

Helgin

Image
Þvílík helgi! Ohh. Aðeins of yndislegt að fá strákana í heimsókn.  Á laugardaginn fórum við á Broadway Comedy Club. Þar voru 3 af 5 uppistöndurum kvenkyns svo ég var gríðarlega sátt. #whoruntheworld Steik & rauðvín. Ég tárast þetta var svo gott. Krakkarnir í Central Park Pabbaknúúús  Sætir upp á Empire State Ok LOL svo vorum við í Washington Square Park þar sem nokkrir gaurar voru með atriði og haldiði að pabbi hafi ekki verið dreginn upp haha. Einmitt það sem hann elskar.  Þetta var aðeins of fyndið. Gaurarnir voru þvílíkt að fíflast í pabba sem var svo látinn beygja sig niður á meðan þeir stukku yfir hann. Yndislegur endir á helginni. 

Ég er á lífi!

Image
HÆ Bilað bloggleysi síðustu þrjár vikurnar. Við erum búin að vera í klikkaðri "midterm" prófatörn. Er búin að fara í próf í flestum áföngunum, bæði bókleg og svo verkleg. Mér gekk mjög vel! Er búin að fá út úr nokkrum og er mjög ánægð með einkunnirnar. Held ég hafi aldrei áður á minni skólagöngu lagt jafn mikinn metnað í próf- enda hef ég aldrei haft jafn bilaðslega mikinn áhuga á því sem ég er að læra oog svo spilar auðvitað inn í hvað skólakerfið okkar er meingallað og virkilega ömurlega hannað en það er efni í aðra og lengri bloggfærslu.  Allavega. Hér eru nokkrar myndir frá síðustu dögum/vikum: NYC Marathon! Bilað stuð. Ótrúlegt hvað þetta lið er öflugt.  Birna Anna og Kata spenntar fyrir hlaupinu! Þetta er klárlega komið á bucket listann! Það er fólk meðfram öllu hlaupinu með skilti og öskrar og gólar í hvert skipti sem einhver hleypur framhjá. Þetta er rugl mikil stemning Luna er geggjað nafn sem fólkið á Starbucks á