Posts

Showing posts from February, 2015

Knicks vs Heat

Image
Birna Anna frænka og New York verndarengillinn minn fékk trylltustu miða ever á New York Knicks vs. Miami Heat í Madison Square Garden í gærkvöldi.  Courtside. Rugl. Birna og Peter Aðeins að teygja Peter, Birna, Unns og Anna vinkona Birnu   Klappstýrurnar á sínum stað ' Svo byrjaði celeb-skjárinn. Kelly Rutherford, sem lék mömmuna í Gossip Girl, var á svæðinu Þarna er skvís í gráa loðvestinu Fegurð ER SVO EKKI BARA 50 CENT Í HÚSINU! Þótt Fiddy sé ekki búin að vera on top of his game undanfarið, þá var þessi maður mér allt á erfiðustu unglingsárunum mínum. Allt. Ég get ennþá rappað hvert einasta lag með honum og græt við tilhugsunina um að hann þurfi einn daginn að kveðja þennan heim.  Þarna er hann í allri sinni dýrð. One Love. Það var nú vitað fyrirfram að Heats myndi pakka Knicks saman. Okkar menn náðu að halda þessu ágætlegu jöfnu fyrsta hálftímann en svo fór þetta allt niður á við. Endaði í 111-87.  Mæta svo ekki bara V

King Larry

Image
Ok afsakið væmnina en að vera leiklistarnemi í New York er eins og að vera í nammibarnum á Hagkaup kl 00:01 á aðfaranótt laugardags.  Í gærkvöldi fórum við Birna Anna, Lára Björg og Peter á Fish in the Dark, sem Larry David skrifaði og leikur í. Þvílíkt brillíans . Ég er akkúrat korter að labba yfir á Times Square frá skólanum mínum. Þar sem ég er núna New York búi hata ég samt túrista og forðast þennan stað eins og ég get (en verð alltaf jafn mindblown þegar ég labba í gegn) Systur og Peter til í þetta KING LARRY Að sjálfsögðu var splæst í flugelda handa legendinu.  Ef fólk á leið í borgina mæli ég 100% með þessari sýningu. Þvílíkt mikið hlegið og Larry kyntröllakrúttið alveg í essinu sínu

Hálfs árs NYC afmæli

Sæll hvað tíminn líður hratt. Saaaææííll. Hálft ár liðið í bestu borg í heimi. Ég er klárlega á því að Ísland sé besta  land  í heimi, en Reykjavík á ekki neitt í New York. Sorrý Gísli Marteinn. Þegar ég var búin að vera hérna í mánuð tók ég saman nokkur atriði sem ég hafði lært á þessum fjórum vikum. (Sjá  hér ) Ég ákvað að gera nýjan lista í tilefni hálfa ársins og svona í tilefni þess að mig langar að endurvekja þessa bloggsíðu. Þótt ekki sé nema bara fyrir mig til að koma niður hugsunum og pælingum. Og myndum af sjálfri mér. Svooo eftir þessa sex mánuði er margt annað búið að koma í ljós: -New York elskar að rugla í þér. Þú vaknar í sól og blíðu og finnur $20 seðil í peysuvasa en svo þarftu að horfa á mann pissa á sig (eða gubba) í lestinni. -Fólk mun rífa kjaft við þig. Sama hvað- þú varst eitthvað fyrir því, þú horfðir of lengi á hundinn þeirra, þú rakst óvart utan í það. EN- Ef þú segir ekkert á móti, þótt það sé ekki nema bara "hey you need to chi