NYFD
Hitti alvöru New York slökkviliðsmenn í gær. Mhmm-mm. Þvílík upplifun. Maður er svo vanur að heyra sírenur allan liðlangan daginn svo við vorum ekkert að kippa okkur upp við lætin, fyrr en við föttuðum að það væri slökkvibíll beint fyrir utan. Þetta reyndist ekki vera merkilegri en það að einhver pía hefði fests í lyftunni, akkúrat á hæðinni okkar Það var samt gaman að hitta þessa kappa, og þeir lofuðu að vernda okkur að eilífu Annars er allt gott að frétta. Kennararnir hérna eru ekkert að grínast- hér er engin Versló-miskunn. Það er biluð heimavinna fyrir hvern einasta dag en þetta er örugglega í fyrsta skiptið á ævinni sem ég nýt þess að læra heima. Aldrei áður hef ég getað setið kyrr í nokkra tíma og bara legið yfir bókum og glósað að eigin frumkvæði. En það hlaut að koma að þessu. Loksins! Krakkarnir í bekknum mínum eru líka einstakir. Við erum á stuttum tíma búin að kynnast ótrúlega vel og opna okkur á mjög mörgum levelum. Þetta eru allt magnaðir ...