Greeks

Í Styles tímum vorum við að klára að vinna með Grikkja-senur, úr gömlum verkum eftir Sophocles og Euripedes. Ég skal alveg viðurkenna að ég var ekkert að springa úr spenningi fyrst. 

Mig langaði að halda áfram með Commedia dell'arte. Þar lærðum við um líkamstjáningu í farsa, í mjög svo ýktri útgáfu, eins og Ítalarnir gerðu á 17. öld. Þar lék ég Colombínu, sem er þjónustustúlka sem lemur menn og er með ískrandi brjóst (bókstaflega, ég var með hundadót milli brjóstanna). Mikið fjör. Þar var allt mjög líkamlegt og allt byggt á spuna- allt snýst þetta þó um kynlíf, mat og peninga. Getur ekki klikkað.

Grikkjasenurnar eru aaalgjör andstæða. Þar erum við að díla við 'heightened emotions in imaginary circumstances.' Ég var frekar stressuð um að þurfa að vera heavy dramatísk á kl 8 á morgnana í stofu með flúorlýsingu. 

Kennarinn minn er samt algjör snilld og ástríða hans fyrir senunum og persónunum var mjög smitandi. Við vorum pöruð tvö og tvö saman með ca 10 mínútna senu. Ég fékk hlutverk Clytemnestru, sem er að druuuulla yfir Electru dóttir sína. Electra er reið út í mömmu sína fyrir að hafa drepið föður sinn Agamemnon, en Clytemnestra gerði það einfaldlega vegna þess að hann drap Iphageníu, dóttur þeirra. Svo hún bara fékk sér nýjan ástmann og fékk hann til að slátra Agga gamla. 

Hér er brot úr opnunar-monolognum mínum:
I KILLED YOUR FATHER.

Ég er gjörsamlega búin að falla fyrir þessari senu. Ég er búin að þurfa að vinna mikið með textann og kennarinn pressar á okkur að finna dýpri skilning á senunni. Það er búið að vera magnað að læra hvernig maður getur komið sér í þessar ýktu dramatísku tilfinningar, en án þess þó að 'leika' tilfinningarnar. 

Til dæmis er ég sjúklega reið í minni upphafsræðu, en í staðinn fyrir að vera REIÐ og gretta mig og öskra, þurfti ég að finna leiðir til að láta það koma innan frá. Það tók sinn tíma en í lokaprófinu small þetta allt saman og kennarinn var mjög ánægður með senuna okkar! Geðveik tilfinning.

Við vinnum bæði með Stanislavsky aðferðafræðina, þar sem við tengjum hluti úr eigin lífi við karakterinn okkar, og einnig með Chekhov tæknina, þar sem við vinnum með alls konar líkamsstöður og efni til að kalla fram karakter-einkenni og tilfinningar. Kannski meira um það seinna :)

Clytemnestra
Julia og Connor sem Medea og Jason og blóðugu börnin. Fallegt jólakort
Bekkurinn minn búinn að toga sig í gang. Og flúorlýsingin 


Comments

Popular posts from this blog

My anaconda

Sam Smith

Rottur