Adele Dazeem

Drottning Idina Menzel er síðustu tvö ár búin að leika í söngleiknum If/Then. Ég fattaði í síðustu viku að það voru aðeins 4 sýningar eftir, og að ég myndi aldrei fyrirgefa sjálfri mér ef ég myndi ekki grípa tækifærið.

Við Julia slepptum því að borða í viku og keyptum okkur ódýrustu miðana. 
Alveg aftast. En hvað gerir maður ekki fyrir Queen Elsu  
Sýningin sjálf var því miður ekkert spes. En ég var samt með gæsahúð allan tímann því Idina er svo mikil gyðja. 
ÞARNA ER HÚN
Klapp klapp fyrir hljómsveit
Tvö á vinstri kantinum með allt niðrum sig
Við biðum aðeins fyrir utan við 'stage door' til að ná mynd af frú Dazeem. Hún lét þó þokkalega bíða eftir sér og við áttum eftir að læra fullt svo við fórum bara heim. 
En eins og þið sjáið var massa troðningur fyrir utan og bíll á standby til að spóla burt
Svo löbbuðum við framhjá Lunt-Fontanne leikhúsinu þar sem var nýbúið að frumsýna Finding Neverland.
Er ekki bara minn maður Matthew Morrison úr Glee fyrir utan að árita!!
  
Fékk lauflétt high-five frá honum en var of langt frá til að taka selfie. Heavy nettur (og sæll hvað hann er heitur (ætli hann sé á Tinder?))
Næst á dagskrá: Sjá kæró í Finding Neverland! (getur einhver lagt inn á mig fyrir miða?)

Comments

Popular posts from this blog

My anaconda

Sam Smith

Rottur