Jerseyyy

Connor bekkjarbróðir minn gerðist svo elskulegur að bjóða nokkrum krökkum heim til fjölskyldunnar sinnar sem býr í Little Silver, New Jersey. Í dag er nefnilega frí í skólanum því Bandaríkjamenn standa enn í þeirri trú að Columbus var fyrstur til að finna USA. 

Tókum lestina þangað í gær sem tók ekki nema rúmlega klukkutíma og pabbi hans Connors, sem heitir Will Smith (lol) kom og sótti okkur.

Ég í lestinni að hugsa um akkúrat ekki neitt 
Connor rúntaði svo með okkur um bæinn, gaf okkur ekta Jersey hamborgara og keyrðum svo að húsinu sem Bon Jovi á. Mér fannst það geðveikt. 

Mr. Jovi residence
Næst lá leiðin að ströndinni! Ég elska elska elska sjóinn, og er búin að sakna hans ótrúlega mikið. Það var yndislegt að heyra í öldunum, finna saltlyktina og grafa tánnum ofan í sandinn. Þetta var í alvöru besta endurnæring sem gat fengið. 



Ooo svo gaman

Fullkomnun

Danielle, Peter og Connor 
Væmnar. Hér heiti ég náttúrulega Unna (sjá Egg-doctor)
Nettir kettir
Krakkarnir náðu svo loksins að draga mig burt. Fórum heim til Connors þar sem mamma hans var búin að fylla ísskápinn af bjór og hvítvíni og var með kjúkling í ofninum. 

Þau kveiktu síðan varðeld út í garði þar sem við sátum langt fram á nótt í algjörum unaði. 


Ava og Alexander komu um kvöldið til okkar

Danielle, sem ég bý með og er ein af bestu vinkonum mínum hérna
Kosyyy
PS. Í New Jersey eru rotturnar kramdar 
Og þar eru líka byssuskot í gluggum á veitingastöðum

Súr stemning í lestinni í morgun
Ætlum aftur í heimsókn í Little Silver í vetur, þá til að fara á snjóbretti! Get ekki beðið. 

Comments

Popular posts from this blog

Rottur

Virkir í athugasemdum