Síðustu dagar hafa verið mjög meistaralegir. Hér eru nokkrar myndir: Esjan tekin með snillingnum honum Hans Orra í blíðunni síðasta sunnudag. Mér finnst ofboðslega gott að fá mér bygggraut á morgnana. Þá sýð ég byggflögur (2 dl af byggi vs 5 dl af vatni) og set alls konar gotterí út í; döðlur, hnetur, sólblómafræ, graskersfræ og jafnvel smá agave sýróp. Mamma prófaði svo að búa til möndlumjólk sem heppnaðist þvílíkt vel! Létum möndlur liggja í bleyti yfir nótt og settum þær svo í blandara með vatni og úr varð þessi snilld. Hún fer einstaklega vel með bygggrautnum fína! Frábær byrjun á deginum Svo lærði ég að búa til hrökkbrauð. Það er alls ekki mikið mál- mjög fljótlegt of fáránlega auðvelt. Fékk þessa uppskrift frá Göggu frænku. Öll fjölskyldan er gjörsamlega vitlaus í þetta. Uppskrift: Þessi uppskrift dugir á tvær ofnskúffur. 1 dl sólblómafræ 1 dl graskersfræ 1 dl hörfræ 1 dl sesamfræ 1 dl gróft haframjöl 3 1/2 spelt (ég notaði reyndar möndlumj...
Comments
Post a Comment