"You racist bitch"
Í dag er akkúrat mánuður síðan ég flutti til New York. Þetta er mjög skrýtið- mér finnst þessi mánuður búinn að vera sjúklega fljótur að líða, en aftur á móti líður mér eins og ég sé búin að búa hérna í svona hálft ár. Ég er þvílíkt þakklát fyrir að fá tækifæri til að búa hérna og að vera í námi sem mig er búið að dreyma um í mörg ár. Það er allt búið að ganga þvílíkt vel og mér líður æðislega. En nóg af væmni. New York er geggjuð borg. Maður má samt sem áður ekki haga sér hvernig sem maður vill. Hér gilda reglur eins og annars staðar, bæði skrifaðar og óskrifaðar. Á mínum mánuði hef ég lært ýmislegt: -Ef það er einn vagn alveg auður á lestinni, er mjög góð ástæða fyrir því. (í mínu tilviki var maður þar að gubba úr sér lungun) -Leigubílsstjórar sturlast ef maður tipsar ekki nóg. "We're broke college students" er ekki samþykkt sem afsökun fyrir lélegu tipsi. -Talandi um leigubílsstjóra. Þeir ættu flest allir að vera sviptir bílprófinu eða vera k...
Comments
Post a Comment