Keep on running, white girl!
Eitt af því sem ég elska við þessa borg eru endalausu hlaupaleiðirnar. Heima finnst mér alveg gaman að fara út að hlaupa (sérstaklega með Uglu, sem ég sakna svo ógeðslega mikið) en það er ekkert bilaðslega mikið úrval af hlaupaleiðum í Skerjafirðinum þegar maður nennir ekki að fara neitt lengra en 5km (ég hef ekki metnað í að keyra eitthvert til að hlaupa um þar)
Hljóp í gær meðfram Hudson ánni. Sólin var akkúrat að setjast og það voru ennþá 20 gráður úti.
Mig langaði svo að taka myndir af sólsetrinu en ég var bara með ipodinn minn sem var ekki alveg að ná þessu, en þið fattið stemninguna.
Var greinilega við hliðina á einhverjum þyrlupalli því þyrlurnar hrúguðust inn
Þetta var mjög töff. 2 sek eftir að ég tók myndina fékk ég samt gusu yfir mig
Það skemmtilegasta samt við að hlaupa hérna er fólkið. Það er svo hvetjandi! Í gær hljóp ég framhjá svaaka skvísu sem var alveg "Keep on running, white girl!"
Og svo er fólk stanslaust að öskra á eftir manni eitthvað "Come on, faster faster!" sem er svo ógeðslega gaman og ég er sjálf byrjuð að gera þetta þegar ég mæti hlaupafólki. Samstaða!
Hudson árin, þar sem gæinn lenti flugvélinni fyrir nokkrum árum því einhverjar helvítis gæsir flugu í hreyflana- muniði?
Svo lendir maður aaalltaf í spjalli við eitthvað fólk hérna. Ég stoppaði á bryggju við ánna til að teygja og þá lenti ég bara í hálftíma samræðu við einhvern mann sem var á bakpokaferðalagi um heiminn og hafði einmitt komið til Íslands og bara elskaði Tomma-borgara. Heimurinn krakkar, heimurinn!
Nýi vinur minn bauðst til að taka mynd af mér en hló að því að ég væri að nota ipod. Bauðst til að taka mynd á sína Canon vél og senda mér en ég afþakkaði (mamma lét mig horfa á Taken áður en ég flutti út)
Sakn elsku mús :-)
ReplyDelete