Skype, Sólrún, Skrekkur

Almáttugur hvað ég sakna þessara vitleysinga (vitleysingja?) mikið



Ugla, snillingurinn sem hún er, þekkir röddina mína í tölvunni og kemur hlaupandi þegar ma og pa Skypa mig. Hún sér auðvitað ekki á skjáinn en hún tryllist þegar ég kalla á hana. Sakna hennar svo!


Sjáiði hvað hún er klár?


Sólrún Día og Bensi stoppuðu í New York í nokkra klukkutíma á leiðini til Florida. Það var ekkert smá gaman að hitta þau! Ég sýndi þeim heimavistina og hverfið og gat verið alveg 'þetta er uppáhalds kaffihúsið mitt, þarna er uppáhalds barinn og já ég rata sjúkt vel hérna því þetta er heimilið mitt núna' 


Svo gott að fá íslenskt vinkonuknús (no racist)



Svo fékk ég þetta snap frá Jakobi litla bró (fótboltalegendið, sjá færslu fyrir neðan) þar sem Dansa til að gleyma þér kemur til greina sem Skrekkslagið 2014! Mjög gaman að það hafi verið tilnefnt, takk fyrir það krakkar 8-D

Annars er ennþá allt gott hér. Bekkurinn minn er yndislegur og ég elska alla kennarana mína. Ég er alltaf þreytt og með krónískar harðsperrur en gæti ekki verið ánægðari.
Veðrið er ennþá gott, í kringum 20 gráðurnar en það fer víst bráðum að kólna. Vonum ekki.

Knús heim!

Comments

Popular posts from this blog

Rottur

Virkir í athugasemdum