Síðustu dagar hafa verið mjög meistaralegir. Hér eru nokkrar myndir:

Esjan tekin með snillingnum honum Hans Orra í blíðunni síðasta sunnudag.

 Mér finnst ofboðslega gott að fá mér bygggraut á morgnana. Þá sýð ég byggflögur (2 dl af byggi vs 5 dl af vatni) og set alls konar gotterí út í; döðlur, hnetur, sólblómafræ, graskersfræ og jafnvel smá agave sýróp.
Mamma prófaði svo að búa til möndlumjólk sem heppnaðist þvílíkt vel! Létum möndlur liggja í bleyti yfir nótt og settum þær svo í blandara með vatni og úr varð þessi snilld. Hún fer einstaklega vel með bygggrautnum fína!
Frábær byrjun á deginum
Svo lærði ég að búa til hrökkbrauð. Það er alls ekki mikið mál- mjög fljótlegt of fáránlega auðvelt. Fékk þessa uppskrift frá Göggu frænku. Öll fjölskyldan er gjörsamlega vitlaus í þetta.

Uppskrift:
Þessi uppskrift dugir á tvær ofnskúffur.
1 dl sólblómafræ
1 dl graskersfræ
1 dl hörfræ
1 dl sesamfræ
1 dl gróft haframjöl
3 1/2 spelt (ég notaði reyndar möndlumjöl- ekkert hveiti fyrir mig)
1 1/4 dl ólífuolía
2 dl vatn (má vera meira, ég setti 2 1/2 dl)
2 tsk salt

Öllu blandað saman í skál og hrært þangað til deigið er orðið linur massi. Setjið bökkunarpappír á plötu og helming deigsins á. Setjið bökunarpappír yfir og fletjið út með höndunum þannig að deigið verði mjög þunnt. Gerið sama við hinn helminginn af deiginu. Gott að skera deigið í teninga áður en bakað er. Það má líka strá parmesan eða maldon salti eða einhverju öðru yfir. Baka við 200 gráður í 15-20 min eða þar til brauðið er orðið stökkt. 


Þetta, krakkar mínir, er uuunaður

Svo mæli ég að sjálfsögðu með að allir horfi á Popp og kók annað kvöld ;) Hitti ógrynni af skemmtilegu og áhugaverðu fólki. Stöð 2, 19:20, í opinni dagskrá!
Þorbjörg Helga, aðalleikonan í Málmhaus, sagði mér betur frá myndinni. 

Afmælisbarn vikunnar!

Stúdíó session

Hljómsveit vikunnar að þessu sinni er Vintage Caravan. Þeir tóku fyrir mig oofur nett coverlag




Comments

Popular posts from this blog

Rottur

Virkir í athugasemdum