Langir dagar eru góðir dagar

Er nýbyrjuð að vinna hjá Stórveldinu sem er ekkert smá skemmtilegt. Mikið líf og fjör og ég er virkilega spennt fyrir framhaldinu. Á föstudaginn er fyrsti þáttur af Popp og kók sýndur á Stöð 2 og er búin að vera mikil vinna í kringum hann. Í dag var ég í tökum í nýja stúdíóinu sem var verið að klára að byggja.

Allt að gerast!
Átti svo að fara á dansæfingu kl 19:30 og kenna dans kl 20:30 en við vorum svo lengi frameftir að ég þurfti að sleppa æfingu og biðja Stellu um að kenna svo fyrir mig. 

Kom heim dauðþreytt rétt fyrir 22 og fattaði að ég væri ekkert búin að hreyfa mig í allan dag. Það var virkilega freistandi að leggjast upp í rúm og horfa á hana Kim mína kvarta undan bjúg en í staðinn rifum við Jakob bróðir okkur upp og við tókum 5 km skokk um Vesturbæinn. Virkilega hressandi og gott að hafa traustan bodyguard sér við hlið. Og Jakob líka.
Ég var algjör skvís með krullur og varalit

Vona að sem flestir séu búnir að skrifa niður krefjandi markmið og eru að vinna í þeim! 


Comments

Popular posts from this blog

Rottur

Virkir í athugasemdum