MARKMIÐ
Þá er þetta byrjað.
- Ekkert hveiti. Eftir mikla umhugsun og pepp ætla ég að sleppa öllu hveiti. Ekkert brauð, pasta eða pizza. Ég hugga mig við þá tilhugsun að ég fer til Ítalíu í byrjun nóvember og þar verður nóg af þessum unaði.
- Hugsa jákvætt, alltaf. Þar sem ég er 21 árs stelpa á ég eðlilega við ýmsa komplexa að stríða. Það gera það flestir. Ótrúlegt en satt gerir það ekkert gagn að hugsa neikvætt um þessa galla. Nú verða þeir sko elskaðir. Stóri rassinn og litla þunna hárið? Ekkert nema ást á þetta.
- Hreyfing á hverjum degi. Ég tek venjulega hörku tveggja tíma dansæfingar tvisvar í viku en Meistara-Unnur ætlar sko að stunda líkamsrækt á hverjum degi. Og eins og það væri ekki nóg þá ætla ég tvisvar sinnum í viku að vera mætt í ræktina fyrir vinnu.
- Esjan tekin allavega tvisvar sinnum.
- Ekkert nammi, snakk eða kaffi. Segir sig sjálft.
- Minnka sykur. Sykur er reyndar í öööllu en ég ætla að vera rosalega dugleg að komast hjá því sulli. Ég er t.d. háð kókómjólk en fann snilldar uppskrift að ofur hollustu möndlukakómjólk sem við mamma ætlum að búa til saman. Set jafnvel afraksturinn hingað inn.
- Ekkert áfengi. NEMA 18. október. Smá svindl. Þá á Jónsson& Le’macks, gamla vinnan mín, 10 ára afmæli og það verður heljarinnar veisla og ég bara verð að fá að skála í kampavín við Hans og Sigrúnu.
- Taka til í fataskápnum og –kommóðunni minni. Það eru mörg ár síðan það var almennilegt skipulag á þessu og ég fæ kvíðakast bara við tilhugsunina að sortera þetta allt.
- Jafnvægi í mataræði. Þegar það er brjálað að gera hjá mér borða ég stundum ekki neitt í nokkra klukkutíma en borða svo kannski fullt rétt fyrir svefninn. Ekki gott og ekki eitthvað sem Meistarar gera.
- Heimsækja oftar fólkið sem ég elska. 1-2 í viku ætla ég að kíkja í kaffi- nei!- grænt te til ömmu& afa, Göggu frænku og allra þeirra sem nenna að fá mig.
- Detoxa Kardashian. Ég á við vandamál að stríða. Ég elska Kardashian fjölskylduna. Ég get horft endalaust á þessa geðsjúklinga. En Meistarar horfa ekki á svona rugl heldur lesa þeir frekar bækur fyrir svefninn. Ég byrjaði á Inferno með Dan Brown um daginn og ætla að klára hana á næstu 2 vikum. Svo ætla ég að lesa Hinir réttlátu eftir Sólveigu Páls sem ég er búin að hlakka mikið til að komast í.
- Að lokum ætla ég að hugleiða í amk 5 mínútur á hverjum morgni og koma mér þannig í rétt hugarfar fyrir daginn. Og sleppa þessum snooze-djöfli þarna.
TL;DR- Sleppa nammi og Kardashians, hreyfing á
hverjum degi og ofur hollustu mataræði.
Súper hollur hádegismatur- rauðrófa, appelsína, engifer, jarðaber& chia fræ. Namm!
Comments
Post a Comment