Kínóa pizza

Við mamma erum ekkert að grínast.


Við fjölskyldan elskum að fá okkur góða pizzu af og til. Ég byrja pínu að slefa þegar ég hugsa um Eldsmiðju pizzu með pepperoni og ananas og hvítlauksolíu. EN við látum svona cravings ekkert hafa áhrif á okkur. Nú er sko Meistaramánuður og af því tilefni skellti mamma í snilldar Kínóa pizzu í gærkvöldi sem var unaður. 

Hún lét kínóa kornin (fræin?) liggja í bleyti nóttina áður og henti þessu svo í blender með salt og pipar.
Skellti þessu svo á ofnplötu og bakaði í nokkrar mínútur. Þetta smurðum við með heimagerðu guacamole og settum kjúkling, sætar kartöflur og grænmeti á þetta. Eins og ég sagði, unaður.
,,Pizza deigið" úr kínóa sem er sjúklega næringar-, trefja- og próteinríkt. 

Mjög vel heppnað. Mæli með að þið prófið!
Í kvöld var ég svo á dansæfingu og svo sjálf að kenna dans svo það var vel tekið á því. Á þessari mjög svo blurruðu mynd erum við Hófý og Íris að dansa rútínuna sem ég kenndi í 20+ hópnum við Talk Dirty með Jason Derulo. Kemur manni svo sannarlega í stuð fyrir helgina.


Á morgun er ég svo að fara í Svett með gömlu vinnufélögunum mínum. Ég hef aldrei farið áður en mér skilst að ég sé að fara að liggja í helli í 4 tíma og svitna öllum eiturefnunum úr mér. Hljómar vel!

Eitt að lokum- ég er búin að væla úr hlátri yfir nýja laginu sem Baggalútur gerði með Jóhönnu Guðrúnu. Ef þetta kemur manni ekki í gott skap þá veit ég ekki hvað!

https://www.youtube.com/watch?v=DH4lVfueYF4


(Kann ekki að láta videoið birtast í blogginu, læri seinna) En hlustið allavega á þetta!

Comments

  1. Gerði svona pizzu í kvöld hún var dásamlega góð.. miklu betri en t.d. blómkálspizza
    takk fyrir að deilda þessu :-)

    ReplyDelete

Post a Comment

Popular posts from this blog

Rottur

Virkir í athugasemdum