King Larry


Ok afsakið væmnina en að vera leiklistarnemi í New York er eins og að vera í nammibarnum á Hagkaup kl 00:01 á aðfaranótt laugardags. 


Í gærkvöldi fórum við Birna Anna, Lára Björg og Peter á Fish in the Dark, sem Larry David skrifaði og leikur í. Þvílíkt brillíans.


Ég er akkúrat korter að labba yfir á Times Square frá skólanum mínum. Þar sem ég er núna New York búi hata ég samt túrista og forðast þennan stað eins og ég get (en verð alltaf jafn mindblown þegar ég labba í gegn)


Systur og Peter til í þetta


KING LARRY


Að sjálfsögðu var splæst í flugelda handa legendinu. 


Ef fólk á leið í borgina mæli ég 100% með þessari sýningu. Þvílíkt mikið hlegið og Larry kyntröllakrúttið alveg í essinu sínu

Comments

Popular posts from this blog

Rottur

Virkir í athugasemdum