Hálfs árs NYC afmæli
Sæll hvað tíminn líður hratt. Saaaææííll.
Hálft ár liðið í bestu borg í heimi. Ég er klárlega á því að Ísland sé besta land í heimi, en Reykjavík á ekki neitt í New York. Sorrý Gísli Marteinn.
Þegar ég var búin að vera hérna í mánuð tók ég saman nokkur atriði sem ég hafði lært á þessum fjórum vikum. (Sjá hér)
Ég ákvað að gera nýjan lista í tilefni hálfa ársins og svona í tilefni þess að mig langar að endurvekja þessa bloggsíðu. Þótt ekki sé nema bara fyrir mig til að koma niður hugsunum og pælingum. Og myndum af sjálfri mér.
Svooo eftir þessa sex mánuði er margt annað búið að koma í ljós:
-New York elskar að rugla í þér. Þú vaknar í sól og blíðu og finnur $20 seðil í peysuvasa en svo þarftu að horfa á mann pissa á sig (eða gubba) í lestinni.
-Fólk mun rífa kjaft við þig. Sama hvað- þú varst eitthvað fyrir því, þú horfðir of lengi á hundinn þeirra, þú rakst óvart utan í það. EN- Ef þú segir ekkert á móti, þótt það sé ekki nema bara "hey you need to chill out" þá TAPARÐU. Þú lætur ekki vaða yfir þig hérna. Það er barasta ekki í boði. Aldrei. Ekki leyfa neinum að halda að þú sért einhver aumingi.
-Eins mikið og fólk rífur kjaft, gerir það góðverk. Gleymdirðu lestarkortinu þínu? Næsta manneskja mun lána þér, því hún hefur bókað einhvern tímann lent í því sjálf. (svo þarftu að muna að gera slíkt hið sama næst þegar einhver er í vanda) Ertu með tvær 50kg töskur í lestinni á leiðinni upp á flugvöll? Fólk mun berjast um að aðstoða þig og óska þér góðrar ferðar til Íslands og áður en maður veit af því er maður búin að bjóða því gistingu þegar það kemur í heimsókn næsta sumar (sorry mamma)
-Hörðustu töffararnir breytast í súkkulaði þegar þeir sjá gamlar konur skríða upp í lestina og gefa þeim sætið sitt undir eins. Þeir vita líka að þessar krumpuðu krúttkonur geta breyst í kómódódreka ef þeir fara ekki "off the gaddamn seat, you filthy asshole"
-Hörðustu töffararnir breytast í súkkulaði þegar þeir sjá gamlar konur skríða upp í lestina og gefa þeim sætið sitt undir eins. Þeir vita líka að þessar krumpuðu krúttkonur geta breyst í kómódódreka ef þeir fara ekki "off the gaddamn seat, you filthy asshole"
-Líkurnar á því að hitta einhvern sem þú þekkir út á götu í 8 milljón manna borg eru næstum engar. En- ef það er einhver ein manneskja sem þú vilt alls ekki hitta, þá mun NY sjá til þess að þú klessir framan á hana á sem allra versta tíma. Í mínu tilviki var það tinder deit strákur (bannað að dæma) sem ég rakst á á Madison og 34th þar sem hann var að leiða einhverja píu. Ég var á náttfötunum með snakkpoka.
-Eðlilegar samræður við ókunnuga byrja yfirleitt á því að spyrja hvað þeir borga í leigu á mánuði. Líka, hvernig músagildrur þeir nota.
-Eins mikið og borgin elskar að koma þér úr jafnvægi, elskar hún þig sama hvað. Eftir erfiðustu skóladagana, þegar ég er kannski á leiðinni heim kl 23 og ekki búin að ná að borða kvöldmat, sér hún alltaf til þess að lestin sé akkúrat að bíða eftir mér á stöðinni. Eða að ég opna dyrnar fyrir einhverjum manni sem heldur á nokkrum töskum og hann tipsar mig um $20 (gerðist í alvöru #takknyc)
Svo. Ég er orðin aðeins vanari þessum frumskógi en á ennþá mjög margt ólært. Mér líður allavega ennþá sjúkt vel hérna þótt heimþráin kríli stundum aftan að manni. Knús heim!
Svo. Ég er orðin aðeins vanari þessum frumskógi en á ennþá mjög margt ólært. Mér líður allavega ennþá sjúkt vel hérna þótt heimþráin kríli stundum aftan að manni. Knús heim!
Comments
Post a Comment