Ég er á lífi!
HÆ
Bilað bloggleysi síðustu þrjár vikurnar. Við erum búin að vera í klikkaðri "midterm" prófatörn. Er búin að fara í próf í flestum áföngunum, bæði bókleg og svo verkleg. Mér gekk mjög vel! Er búin að fá út úr nokkrum og er mjög ánægð með einkunnirnar. Held ég hafi aldrei áður á minni skólagöngu lagt jafn mikinn metnað í próf- enda hef ég aldrei haft jafn bilaðslega mikinn áhuga á því sem ég er að læra oog svo spilar auðvitað inn í hvað skólakerfið okkar er meingallað og virkilega ömurlega hannað en það er efni í aðra og lengri bloggfærslu.
Allavega.
Hér eru nokkrar myndir frá síðustu dögum/vikum:
NYC Marathon! Bilað stuð. Ótrúlegt hvað þetta lið er öflugt.
Birna Anna og Kata spenntar fyrir hlaupinu!
Þetta er klárlega komið á bucket listann!
Það er fólk meðfram öllu hlaupinu með skilti og öskrar og gólar í hvert skipti sem einhver hleypur framhjá. Þetta er rugl mikil stemning
Luna er geggjað nafn sem fólkið á Starbucks ákvað að væri flottara en Unna. Btw þá er snappið mitt unnureggerts ef þið viljið fylgjast með þar ;p
Eitt sem ég er þvílíkt ánægð með er hversu mikið ég elska bekkinn minn. Við erum orðin þvílíkt náin og það er alltaf jafn gaman hjá okkur
Myndafleeeepp í prófalestrasýru með Alexzanderrr
James er ein fullkomnasta manneskja sem ég hef kynnst á ævinni. Við skvízumst stundum saman
Á mánudaginn var svo bara allt í einu 18 stiga hiti um kvöldið! Það var mjög ljúft. Það er aðeins byrjað að kólna núna, en innfæddir segja mér að það eigi eftir að gerast mjög hratt á næstu dögum (allar úlpu- og pelsasendingar vel þegnar, knús)
Svo fékk ég frímiða frá skólanum á This is Our Youth
Ekkert slæmt við það að sjá Michael Cera upp á sviði í tvo tíma. Gaaah!
Hipsteratyppagjörningur í Williamsburg. #art
Hunks í myndatöku á Fifth Avenue
Svo komu pabbi og Halli og Jakob í heimsókn á fimmtudaginn. Þvílík gleði fyrir Unni!
Þeir lentu um kvöldið á JFK og ætluðu að hitta mig á Manhattan en skvís vippaði sér bara upp í lest og kom þeim á óvart upp á flugvelli. Freekar myndarleg, ey?
Ég var svo heppin að engin önnur en Þóra Arnórsdóttir var sjálf að bíða upp á velli eftir sinni fjölskyldu svo félagsskapurinn var eiginlega bara fullkominn.
Svo gott að knúsa þennan engil!
Erum búin að hafa það svoo gott. Búin að fara með þá um my hood og kynna þeim fyrir my crew og bara almennt show them around (sorry íslenskan er aðeins að getting worse haha)
Í gær dró ég þá með mér í party hjá Alexander í Brooklyn þar sem þeir slógu í gegn. Ég þurfti að berja stelpurnar í burtu frá Jakobi litla sem er ennþá bara 16 ára og lítið barn sem er svo saklaust og fallegt og þarf að vernda í allavega 15-17 ár í viðbót.
The kidzz
Svo kynntist ég bara aðeins idolinu mínu í lífinu!! Hún heitir Chantel og leikur Nölu í Lion King á fokkans Broadway. Hún er mögulega það fallegasta sem ég hef séð í þessu lífi
SJÁIÐI HANA
Allavega, Blogg-Unnur er komin aftur í gírinn. Verð dugleg næstu dagana, svo kíkið á mig!
Knús heim!
Loksins loksins! Takk - meira svona!
ReplyDeleteEndalaus söknuður..... frá ma.