BREAKING BAD



SHIT.

Ég veit að allir vita að þetta eru geðveikir þættir en bara almáttugur. Hvað er að frétta.

Ég reyndi við þessa þætti einhvern tímann í sumar, þegar ég var lasin og horfði á þetta hálfsofandi í tölvunni upp í rúmi. Skildi hæpið í kringum þetta alls ekki. 

En svo var fólk að segja að maður þurfi semi að 'pína' sig í gegnum fyrstu þættina áður en þetta verður alveg svona bilað spennandi. 

Svo í skólanum er talað um þessa þætti í hverjum einasta tíma! Í Theatre History er kennarinn alltaf að vísa í þættina og útskýra ýmis hugtök með hjálp Walter White.  

Svo ég reyndi aftur. Og í þetta sinn er ég bara slefandi yfir þessari snilld. Hvaða rugl er þetta? Öll samtölin, öll myndatakan, allar samvisku-barátturnar... ég er bara gjörsamlega seld. 

Þið 15 einstaklingar sem hafið ekki ennþá séð þessa þætti, HORFIÐI! (nema þið séuð undir 16, þá er þetta frekar ljótt og þá ættuði frekar að horfa á Master Chef Jr. sem er nýja guilty pleasure-ið mitt- ótrúlegt hvað þessir krakkar geta eldað!)


Þessi mynd er að gera svo mikið fyrir mig akkúrat núna

Comments

Popular posts from this blog

Rottur

Virkir í athugasemdum