International Phonetic Alphabet
Eitt af því sem við gerum í skólanum er að 'transcribe-a'
Veit ekki alveg hvað þetta heitir á íslensku- umritun?
Þetta snýst sem sagt um að nota bara eitt tákn fyrir hvert hljóð sem við gerum. Til dæmis ef maður ætlar að skrifa 'laugh' þá yrði það skrifað 'læf' (æ-ið er ekki notað eins og í íslensku- þetta er oft mjög ruglandi). Þetta er notað til að umrita texta þannig að það sé hægt að lesa þá nákvæmlega eins og þeir eiga að vera bornir fram.
Maður merkir inn áherslur, kommur og punkta, sérhljóðalengd og setur inn réttu táknin fyrir hvert hljóð.
Var loksins að klára þetta verkefni, þurftum að umrita þriggja blaðsíðna smásögu.
Þetta getur verið mjög erfitt þar sem það eru mjög margar reglur sem þarf að fylgja og það getur verið erfitt að vita hvað hljóð á að koma samkvæmt 'General American.' En það er gott að kunna táknin til að vita hvernig maður eigi að bera orð fram.
Þetta verður sérstaklega hjálplegt á næsta ári þegar við lærum mismunandi hreima. Þá lærir maður hvernig hver hreimur breytir hverju hljóði og getur þá nálgast hreima-vinnu á mjög tæknilegan hátt. Er mjög spennt fyrir því!
Mjög fegin að hafa loksins klárað þetta. Núna svefn.
Comments
Post a Comment