New Hampshire
Hér í Kanalandi er Thanksgiving heilagasti dagur ársins. Fólk leggur miklu meira upp úr því að vera með fjölskyldu sinni á þessum degi heldur en á jólunum.
Við vorum í fríi á fimmtudaginn og föstudaginn svo flestir vinir mínir fóru úr bænum til að knúsa fjölskylduna og finna þakklætið. Mig langaði þvílíkt að stökkva heim og knúsa Uglu og testa Kaffi Vest en fann engan til að sponsa flugmiðann.
Ástralski bekkjarbróðir minn hann Alexander var að fara til New Hampshire að hitta frændfólk þar í Thanksgiving veislu og bauð mér með (nei hann er ekki kærastinn minn)
Rútan átti að taka ca 4 tíma en þar sem öll Bandaríkin voru á þjóðveginum, og fyrsti snjór ársins hrundi niður, vorum við í tæpa 6 tíma
SNJÓR! Fyrsta kvöldið var allt rafmagnslaust í bænum því það hefði snjóað smá á einhverja rafmagnslínu.
Við Alex erum þessa dagana scene-partners. Erum að æfa senu úr A Streetcar Named Desire sem er eitt uppáhalds leikritið mitt. Mæli með að leiklistaráhugafólk lesi það! Ég er að leika Blanche og hann Stanley.
Síðast var ég með senu úr leikriti sem heitir The Tiger, sem var mjög intense. Þá lék ég á móti River, öðrum bekkjarbróður mínum þar sem hann lék trylltan náunga sem var búinn að ræna mér. Á einni æfingu misstum við okkur aðeins í hörkunni og endaði ég með þessa fallegu marbletti.
Sem betur fer tökum við Stage combat áfanga eftir jól.
En allavega.
Við fórum á ekta American High school football game sem var sjúkt stuð. Liðið okkar, Nashua North, tapaði samt svo allir voru þvílíkt svekktir.
Fórum með frændum hans Alex í langa göngu þar sem allt var rugl fallegt.
Eins mikið og ég dýrka Manhattan þá saknar Íslendingahjartað náttúrunnar. Þetta var því mjög nærandi þótt lungun hafi fengið sjokk eftir að hafa verið marineruð í mengun í nokkra mánuði
Ég var að fatta að ég steingleymdi að taka myndir í Thanksgiving boðinu sjálfu en hér er mynd sem lýsir ástandinu best.
Boston í morgunsárið. Rútuferðin heim tók sem betur fer miklu styttri tíma. Þegar ég kom heim fór ég beint til Birnu frænku sem var með kalkún í ofninum og hélt upp á Thanksgiving vol 2. Skál fyrir USA!
Comments
Post a Comment